Mánudagur 02.06.2014 - 23:35 - FB ummæli ()

Fordómar og hótanir

Við í Dögun upplifðum mikinn mun á framkomu fólks eftir að Framsóknarflokkurinn lýsti yfir andstöðu sinni við að múslimar fengju ákveðna lóð undir mosku í Reykjavík. Eftir þá yfirlýsingu fengu sumir frambjóðendur á ferðum sínum ókvæðisorð og öskur um að við værum múslimaflokkur og jafnvel hnefa eða fingri veifað framan í viðkomandi. Fólki var greinilega heitt í hamsi.
Framsóknarflokkurinn gaf þessum einstaklingum löggildingu á hegðun sinni sem undir venjulegum aðstæðum telst ekki sæmandi.
Þráður við frétt Vísis er mjög alvarleg áminning um að við erum á rangri leið. Þar er Salman Tamini meðal annars hótað lífláti. Það er að sjálfsögðu lögreglumál en leysir ekki vandamálið.
Núna verða allir að standa saman og ná þessari umræðu á eitthvert vitsmunalegt plan áður en við missum stjórn á þessu. Allir þeir sem hafa einhverja þyngd í umræðu dagsins verða að leggjast á eitt og hjálpast að. Sagan kennir okkur að sitja heima og ekki skipta sér af dugar ekki. Eiríkur Örn rithöfundur ritar góðan pistil um þessi mál sem vert er að lesa.
Sínum skilning, samstöðu, hugrekki og tölum saman af skynsemi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur