Laugardagur 02.08.2014 - 20:52 - FB ummæli ()

Börnin á Gaza

Morðin og limlestingarnar á Palestínumönnum eru myndbrot úr mikið stærri mynd. Ísrael er nauðsynlegt fyrir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Það sem helgar þá stefnu er að ná undir sig auðlindum stórfyrirtækjum til arðráns. Þess vegna eru Bandaríkin verkfæri elítunnar. Að halda að það skipti einhverju máli hver er forseti Bandaríkjanna er miskilningur. Sama gildir um Evrópu, það er enginn munur á stefnu stjórnmálaflokka gagnvart hagsmunum elítunnar, elítan ræður för.
Elítan er nafn- og andlitslaus og illa skilgreind en hún stjórnar. Hún samanstendur af bönkum, seðlabönkum og alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hún hefur náð undir sig fjölmiðlum þannig að hún skapar almenningsálitið. Hefur gríðaleg ítök innan hergagnaframleiðslunnar, leyniþjónustu og þinga þjóðríkja. Markmiðið eru völd og hámarks gróði.
Palestínumenn skipta elítuna engu máli.
Elítan stjórnar öllum ríkisstjórnum sem við kjósum þannig að ekki er hægt að minnka völd hennar með kosningum. Það sem veitir elítunni sérstöðu er að bankar eru hluti hennar og þannig skuldsetur hún alla og gerir alla háða sér. Skiptir ekki máli hvort um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða þjóðríki. Bankar hafa einkarétt á því að búa til peninga sem skuld og vistfræðilega er það fóðrið sem gefur þeim valdið til að stjórna heiminum.
Limlestingar og morð á Palestínumönnum vekur með okkur andstyggð á verkfærum elítunnar.
Til að skapa réttlæti er nauðsynlegt að afnema einkarétt banka til að búa til peninga sem skuld. Það er forsendan fyrir völdum elítunnar. Til að skapa réttltæti verðum við að færa það vald aftur til almennings. Það er það fyrsta sem við verðum að gera og hefur í raun lítið með pólitík að gera. Þjóðríki verða ein að hafa valdið til að búa til peninga en ekki einkafyrirtæki og þá mun hið lýðræðislega vald almennings hafa eithvað að segja. Þá getum við farið að rökræða mismunandi pólitík, hvernig við ráðstöfum peningunum.
Von barnanna á Gaza er að við hættum að kljúfa okkur niður í mismunandi pólitíska flokka og sameinumst um að færa valdið til að búa til peninga aftur til almennings frá einkafyrirtækjum. Þá fyrst getum við stöðvað blóðbaðið. Eða er pólitísk rétthugsun mikilvægari?

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur