Miðvikudagur 20.08.2014 - 22:58 - FB ummæli ()

Hugsa, horfa og framkvæma svo

Var að glugga á netið og reyna að átta mig á tillögum Fylkisflokksins. Þar kennir margra grasa. Mikið er rætt um að við fáum betra líf og aukið réttlæti. Þar sem fyrrnefndar framfarir eru að mestu á kostnað elítunnar á Íslandi sem stjórnar fjórflokknum þá má gera ráð fyrir kröftugri andstöðu. Tel líklegast að ef Fylkisflokkurinn nær fram sínum tillögum á Alþingi þá verði hugmyndin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu með sauðtryggum atkvæðum fjórflokksins. PR lið fjórflokssins mun sjá um það. Þannig fer um sjóferð þá.
Vil nú ekki vera úrtölumamaður góðra hugmynda né flykkja mér með elítunni gegn Fylkisflokknum. Þrátt fyrir góðan hug finnst mér hugmyndin með Fylkisflokknum vera uppgjöf fyrir verkefninu að betrumbæta íslenskt þjóðfélag. Má vera að hægt sé að kaupa norskan pakka með ”all inclusive” en slíkir pakkar eru oft dýrir og Norðmenn ekki þekktir fyrir aumingjaskap í viðskiptum.
Þar sem gera má ráð fyrir að hugmyndin komist ekki í gegnum þjóðratkvæðagreiðslu stöndum við eftir með ókláraða búsáhaldarbyltingu. Við erum búin að prófa alla fjórflokkana og virðast allir kjósendur þeirra og annarra sammála því að þeir hafi ekki staðið sig vel. Nú er mál að linni og að kjósendur axli sína ábyrgð, hugsi, horfi og framkvæmi svo. Ef ekki þá verður Fylkisflokkurinn; Gnarr taka tvö.
Eins og ég skil mannkynssöguna þá þurfum við að berjast og færa fórnir til að öðlast réttlæti. Afar okkar og ömmur brutu lög, týndu lífinu eða heilsu og lífsviðurværi til að færa okkur þau réttindi sem við höfum í dag. Ef við viljum meira réttlæti þá er þetta eina færa leiðin í dag sem fyrr. Ef þjóðin vill meira réttlæti þá þarf hún að taka sig taki og ákveða hvernig öllum þessum auði sem Ísland gefur sé dreift milli þegnannna.
Svo er náttúrulega hinn möguleikinn að velta sér upp úr öllum smjörklípunum og böðlast á Facebook elítunni til ánægju og yndisauka, eða sjálfum sér…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur