Mánudagur 06.10.2014 - 22:03 - FB ummæli ()

Læknar í verkfall

Læknar ætla í verkfall því þeir vilja meiri laun. Hið opinbera mun sennilega reyna að hækka laun lækna eins lítið og hægt er. Þó þannig að flestir verði nægjanlega ánægðir og segi ekki upp. Þannig er það í kjarabaráttu. Vonandi munu samningar ganga vel fyrir sig með jákvæðri niðurstöðu.
Menn spá langri baráttu hjá læknum. Samninganefndir hins opinbera eru þrautþjálfaðar í því að flækja og þreyta andstæðinginn. Þeir kunna leikinn.
Vonandi verða einhverjir eftir til að skrifa undir kjarasamninginn í fyllingu tímans.
Fjármálaráðherra virðist sjá leikinn en ekki áhættuna.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur