Fimmtudagur 06.11.2014 - 21:01 - FB ummæli ()

”one way tickets”

Agnes Bragadóttir blaðamaður Morgunblaðsins gerir okkur það gustukaverk að koma kjarabaráttu lækna inná rétt spor stéttarbaráttu. Það rifjar upp að þegar við unglæknar fórum í eins dag verkfall um árið en þá sagði besti vinur Davíðs, þáverandi Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson að við hefðum allir 800 þús á mánuði þegar enginn hafði meira en 500 þús. Elítan sér um sína hvort sem þeir kalla sig vinstir eða hægri. Skítlegt eðli er nothæft þegar hætta er á því að læknar brjóti múrinn og skapi fordæmi sem aðrir gætu nýtt sér.

Hið opinbera mun reyna að hækka laun lækna eins lítið og mögulegt er og þess vegna er PR starfið komið í gang. Allt of mikið er í húfi segir Seðlabankastjóri, sjálfur efnahagsstöðugleiki Íslands, segir gamli vinstri maðurinn Már sem sennilega var endurræstur í Basel. Nei verkamaðurinn skal ekki fá sinn hlut af framleiðslunni, enda hvað framleiða nú læknar hvort sem er?

Eftir Gúttóslaginn voru margir sárir og enginn lögreglumaður í Reykjavík ósár. Verkamenn hefðu þá nótt getað tekið völdin á Íslandi. Læknar hafa engan áhuga á slíku. Þeir vilja bara mannsæmandi laun, að sérfræðingar flytji ekki utan aftur, að ungir sérfræðingar komi heim og fylli í skörðin og geri það mögulegt að reka hér mjög góða heilbrigðisþjónustu.

Ef Agnes Braga vill endilega endurtaka Gúttóslaginn í þágu sinna umbjóðenda munu þau engöngu uppskera aukna sölu á ”one way  tickets” hjá Icelandair..frá Íslandi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur