Fimmtudagur 13.11.2014 - 18:39 - FB ummæli ()

Að skapa mótmæli

Nú hafa  tvenn mótmæli verið á Austurvelli tvo síðustu mánudaga. Fyrst var mikið fjölmenni en seinni mánudaginn 1500-2500 manns. Sjálfsagt einhverjum vonbrigði og öðrum gleðigjafi. Gagnrýnisraddir hafa bent á að málflutningurinn sé of mjúkur og ekki nægjanlega afdráttalaus. Sjálfsagt eitthvað til í því en ég er þó ekki viss. Núna á mánudaginn var niðurskurði í heilbrigðiskerfinu mótmælt og er það því bein gagnrýni á núverandi stefnu stjórnvalda. Þess vegna finnst mér erfitt að kvarta yfir þokukenndum málflutningi. Að fá 2000 manns á Austurvöll er að sjálfsögðu afrek.

Það sem ég tel meginhvata allra mótmæla er hvort almenningur telji þau borga sig eða ekki. Það er, munu mótmælin breyta einhverju, munu þau leiða til einhvers. Ef almenningur finnur þefinn af því að getað áorkað einhverju, beitt sínu lýðræðislega valdi og komið á stefnubreytingu hjá valdhöfum er hann til í tuskið, annars ekki. Almenningur er ekki vitlaus, hvers vegna að frjósa og fá blöðubólgu ef það breytir ekki neinu, þá er jafngott að fara bara í Kringluna.

Kúnstin er að skapa mótmæli um eitthvað sem mögulegt er að breyta með mótmælum og þá verður fjandinn laus.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur