Þriðjudagur 25.11.2014 - 19:47 - FB ummæli ()

Hvar viljum við byggja upp heilbrigðiske

Hvar viljum við byggja upp heilbrigðiskerfið?

Núna er önnur verkfallslota lækna hafin. Skaðinn sem þeir valda er frestun á aðgerðum og göngudeildarmóttökum. Ekkert sem skaðar valdamenn en því meira almenning. Í raun skapar þessar aðgerðir sparnað og eykur líkurnar á hallalausum fjárlögum fyrir árið. Ekkert gæti glatt Vígdísi Hauks og Bjarna Ben meira.

Þetta fyrsta verkfall íslenskra lækna er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Læknar hafa venjulega viljað læðast með veggjum og ekki vekja athygli á sér þegar kemur að launakröfum. En núna er bleik brugðið. Jafnvel læknar sem áður sögðu að það væri ekki læknum sæmandi að fara í verkfall eru núna í fremstu víglínu.

Valdamenn hunsa kröfur lækna og ef þetta ”vesen” dregst á langinn munu lög líklega verða sett á lækna. Virðist sigur valdhafanna en þjóðin mun tapa. Því miður mun það þýða að ungir sérfræðingar munu ekki flytja heim og er það mjög slæmt því oft á tíðum vinna þeir 200% meðan þeir eru að koma sér fyrir svo þeir telja tvöfalt. Eldri skuldlitlir læknar munu minnka vinnu til að geta notið efri áranna með sínum nánustu. Læknar á miðjum aldri, sem eru hryggjarstykkið í starfseminni, vegna reynslu og vinnuframlags, munu hugsanlega flytja af landi brott.

Ábyrgð lækna er mikil. Þeir vita hvaða afleiðingar það mun hafa á heilbrigðiskerfið ef ekki mun koma til algjör viðhorfsbreyting hjá valdhöfum gagnvart kröfum heilbrigðisstarfólks. Þess vegna er verkfall þeirra nauðsyn.

Valdhafar hafa tvo kosti í stöðunni. Byggja upp gott heilbrigðiskerfi á Íslandi eða í útlöndum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur