Föstudagur 28.11.2014 - 20:21 - FB ummæli ()

Er fiskur lausnin

Nýtt kvótafrumvarp er í smíðum og það sem hefur spurst út gerir það að verkum að menn setur hljóða. Það versta hugsanlega er að gerast. Meirihluti Alþingis er á valdi sérhagsmunaaðila sem vilja að kvótinn tilheyri fáum útvöldum. Hinn venjulegi Íslendingur er kominn svo langt frá uppruna sínum að hann tengir ekki fisk við auðlind og sér því ekki ástæðu til að krefjast réttar síns.

Ef arðurinn af sjávarútvegnum kæmi í hlut þjóðarinnar þá værum við ríkari en Norðmenn og þeir væru að flytja hingað. Það er ekki að gerast og mun alls ekki gerast ef nýjasta kvótafrumvarpið verður að lögum. Með því á að afhenda auðlindina okkar að eilífu auðmönnum til afraksturs að eigin geðþótta.

Fiskur er auðlind, auðlind allra Íslendinga en ekki bara fárra eins og staðan er í dag. Sjávarútvegurinn er að skila methagnaði og sum fyrirtækin mæla hagnað sinn í einum milljarði íslenkra króna á mánuði.

Ísland er á heljarþröm eftir að hafa tekið á sig mistök einkarekins bankakerfis sem fór á hausinn haustið 2008. Þörf þjóðarinnar er gríðarleg á að hagnaður sjávarútvegsins rati í ríkissjóð og verði nýttur til að byggja upp gott þjóðfélag fyrir okkur öll. Kvótagreifarnir safna auð okkar til sín meðan við gerum það mögulegt fyrir þá, það er nokkuð sjálfgefið. Það er bara okkar að berja í borðið og krefjast réttláts hlutar í eign okkar. Meðan við gerum það ekki breytist ástandið ekki.

Í raun eru það við sem erum lausnin.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur