Þriðjudagur 09.12.2014 - 21:57 - FB ummæli ()

Bjarni Ben og launaskriðið

Því er haldið fram að launakröfur almennt og sérstaklega lækna muni valda verðbólguskoti sem muni leggja efnahag ríkisins í rúst. Launahækkanir auka kostnað fyrirtækja og hækka þannig vöruverð sem síðan veldur verðbólgu. Verðbólgan hækkar skuldir allra sem eru með verðtryggðar skuldir.

Þeir sem eru tryggðir eru lánadrottnar.

Í raun er skuldin einn stærsti kostnaðarliðurinn í öllum rekstri og vex stöðugt og því mikilvægasti hvatinn að verðbólgu.  Þess vegna er áhrifaríkast að minnka skuldir til að minnka rekstarkostnað og vöruhækkanir. Allir sem stunda rekstur reyna að halda öllum kostnaði í lágmarki. Þeim verður þó örugglega ekkert ágengt með að fá skuldirnar lækkaðar, lánadrottnar veita ekki afslátt eftir að skrifað hefur verið undir. Þar sem skuldir rekstraraðila hækka sífellt vegna vaxtanna og verðtryggingarinnar eru skuldirnar það sem skapar verðhækkanir og þar með verðbólguna, jafnvel þó að engar launahækkanir kæmu til.

Ef skuldin bæri enga vexti og væri ekki verðtryggð þyrfti skuldarinn mun síður launahækkun, sá sem framleiðir hráefni þyrfti mun síður hækkun á vöruverði og sv. fr.. Að lokinni hringferðinni kæmi það í ljós að lánadrottnar þyrftu heldur ekki vexti því ekkert hefði hækkað. Þar sem nútímaþjóðfélag telur það eðlilegt að peningar tímgist eru vextir löglegir. Vextir eru kostnaður út um allt þjóðfélgið og veldur verðbólgu. Krafan um aukna þjóðarframleiðslu á hverju einasta ári er vegna vaxtakostnaðar þjóðfélagsins.

Spurningin er þess vegna hvort verkamaðurinn á að eiga möguleika á því að endar nái saman, hvort að læknirinn vilji flytja heim til Íslands að loknu námi eða þá að stjórnvöld vilji endilega leyfa peningum að tímgast stjórnlaust fyrir þá fáu á kostnað hinna mörgu. Jesús Kristur var að minnsta kosti ekki í neinum vafa og velti um borðum og var það eina skiptið sem hann beitti ofbeldi.

Kannski að Bjarni fyllist heilögum anda…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur