Föstudagur 23.01.2015 - 22:27 - FB ummæli ()

Valdhafarnir þurfa aðhald

Í dag eru (lang)flestir mjög sáttir við umboðsmann Alþingis. Hann hefur staðið sig vel gagnvart valdinu. Hann hefur kreist út úr því, eins og úr gamalli tannkremstúpu, að minnsta kosti hluta af sannleikanum. Valdið mun sjálfsagt sjá til þess að þetta endurtaki sig ekki.

Í dag varð mér hugsað til togstreitunar um valdið. Okkar er valdið en við notum það ekki. Við krefjumst ekki réttar okkar og á meðan misnotar valdstéttin valdið okkar. Við getum ekki gert ráð fyrir fyrirmyndarríki ef við söppum á sjónvarpinu og treystum því svo að opinberir aðilar hafi eftirlit með valdhöfunum.

Málin í dag, Hanna Birna og lekamálið, Steingrímur J og hrægammasjóðirnir, fleiri virkjanakostir, ný kvótalög og fleira og fleira minna okkur á að valdstéttin þarf aðhald.

10341565_288801914621543_8631473859864814128_n

Spurningin er hvort Hanna Birna verður lítil krumpa á ”flekklausum” ferli valdstjórnarinnar eða við vöknum upp og breytum þjóðfélaginu. Okkar er valið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur