Sunnudagur 25.01.2015 - 23:20 - FB ummæli ()

Syriza

Núna virðist ljóst að Syrizas hafi unnið kosningarnar í Grikklandi. Þess vegna eru miklar líkur á því að ný ríkisstjórn Grikklands muni véfengja aðferðafræði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lausn kreppunnar í Grikklandi. Sú hugmyndafræði gengur út á það að mistök bankanna séu greidd af almenningi en ekki af þeim sem ollu. Þess vegna verður mjög athyglisvert að fylgjast með framvindunni þegar verkfærum bankanna(ESB og AGS) verður ógnað af hugmyndum Syrizas.

Til að Syrizas nái árangri þarf Syrizas að beina auknum fjármunum til þeirra sem verst hafa það í grísku samfélagi. Þá fjármuni verður Syrizas að fá að láni hjá bönkunum og samtímis fer Syrizas fram á að skuldir sem almenningur í Grikklandi ber enga sök á verði afskrifaðar hjá bönkunum. Það mun verða mjög spennandi að fylgjast með þeirri baráttu. Munu stuðingsmenn Syrizas halda vöku sinni og veita flokknum það aðhald sem þarf til að ná árangri gegn mútum og hótunum.

Rúmlega þriðjungur grískra kjósenda hafa numið staðar og ákveðið að segja fjármálavaldinu stríð á hendur. Almenningur við Miðjarðahafið gæti ákveðið að fara í sömu vegferð og Grikkir og þar með ógnað veldi fjármagnsins. Meira hangir á spýtunni, helstu verkfæri fjármagnsins í Evrópu, þ.e. ESB og Evran gætu verið í hættu ef Syrias og systurflokkar í S-Evrópu ná völdum og krefjast þess að manneskjan sé í fyrirrúmi en ekki fjármagnið.

Framundan eru mjög spennandi tímar. Ef Syrizas heldur til streitu stefnu sinni verður mjög fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum fjármálavaldsins. Ef hefðbundnar aðferðir eins og  ruslflokkun matsfyrirtækja í eigu bankanna og vaxtahækkanir á ríkisskuldabréfum bera ekki árangur, hvað verður Grikkjum boðið uppá. Eina litla byltingu eða styrjöld í Evrópu? Vonandi mun þetta þó verða friðsamleg breyting okkur öllum til hagsbótar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur