Fimmtudagur 26.02.2015 - 21:16 - FB ummæli ()

Strokleður Schaeubles

Grikkir geta varpað öndinni, í bili.

Samningaviðræður fóru fram á liðnum vikum og sérstaklega í síðustu viku. Grikkir reyndu að semja við Troikuna, þ.e. IMF, EU og ESB. Þeir fóru fram með miklar kröfur en Troikan beið bara eftir því að tíminn liði því að lokum yrðu Grikkir að gefa eftir sökum peningaleysis. Mikil hætta var á því að hraðbankar tæmdust og bankaáhlaup yrði í Grikklandi.

Sigur Grikkja felst í því að þeim tókst að fá fram samningaviðræður í stað þess að taka við fyrirmælum í tölvupósti hvað þeir ættu að gera eða hvað þeir ættu ekki að gera, næstu fjóra mánuðina. Grikkir fengu að skrifa sitt eigið ”Letter of Intent”, þ.e. loforðalista gagnvart Troikunni. Sá listi er í anda Troikunnar en Grikkir hafa sett inn ákvæði um ”sócial réttlæti” á nokkrum stöðum og ekki er fjallað um sum hjartans mál Troikunnar.

Viðbrögð IMF og ESB benda til þess að loforðalistinn sem Grikkir sömdu sé samþykktur með semingi og bent er á að markmið Troikunnar sé að koma gömlu skilyrðunum á blað aftur. Það er eins og þetta upphlaup Grikkjanna eigi helst að vera minniháttar hrukka á ferli Troikunnar í Grikklandi. Þar mun strokleður þýska fjármálaráðherrans koma að notum. Í Grikklandi munu áhrifin verða þau að þeim mun finnast mikilvægt að komast undan valdi Þjóðverja innan Evrunnar og því hætt við því að Grikkir kjósi einfaldlega að hætta þessu samstarfi við ESB. Í raun eina leiðin.

Ég hef fylgst með Yanis Varoufakis fjármálaráðherra Grikkja í all nokkur ár. Hann hefur þekkinguna og núna hefur hann möguleika til að skáka Troikunni ef hann vill. Þetta snýst því í raun um hugrekki hans og að fá þjóðina með sér í þessa vegferð. Það verður mjög spennandi að fylgjast með framvindunni í Grikklandi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur