Laugardagur 07.03.2015 - 18:32 - FB ummæli ()

Bankar á jötunni

Það ríkir bæði óréttlæti og misskipting á Íslandi. Sennilega gera lang flestir Íslendingar sér grein fyrir því. Lausnin hingað til hefur falist í því að allir hýrast hver í sinni skotgröf, skjóta á allt sem hreyfist og ætla þannig að vinna stríðið, fyrir alla. Þessi aðferð hefur virkað vel fyrir þá sem eru betur settir en ekki hina.

Verkefnið er alls ekki óleysanlegt. Almenningur þarf að einbeita sér að aðalatriðunum, þeim sem virkilega skipta máli þegar kemur að því að skapa aukið réttlæti og eyða misskiptingu.

Við höfum upplifað það á Íslandi á liðnum árum að bankar virðast njóta mikillar sérstöðu. Þeir virðast ekki lúta venjulegum lögmálum um líf og dauða í fyrirtækjarekstri. Fjöldi fyrirtækja fór á hausinn við bankahrunið 2008 en bankarnir fengu aftur á móti góðan ríkisstyrk og skiptu svo um kennitölu. Þessi aðferðafræði hefur verið notuð um allan heim eftir hrunið 2008. Reyndar er þetta síendurtekin saga s.l 300 ár og mun halda áfram að endurtaka sig svo lengi sem við breytum ekki stöðu banka í samfélagi okkar. Þess vegna eru afleiðingar sífelldra bankahruna líka skýring á misskiptingu. Svo þegar bankarnir fara nánast strax að sýna mikinn gróða er réttlætinu storkað.

Grikkir ákváðu í síðustu kosningum með lýðræðið að vopni að breyta þessu. Þeir rákust á vegg. Til að Grikkland gæti fúnkerað vantaði þá peninga, hraðbankar myndu tæmast og ríkisstjórnin gæti ekki greitt laun og þess háttar. Þar sem bankarnir búa til peningana en ekki ríkið þá stjórna þeir ríkinu. Ef við viljum pólitíska lausn á misskiptingu verðum við að afnema vald bankanna til að búa til peninga svo að sú pólitík sem við aðhyllumst virki.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur