Föstudagur 10.04.2015 - 18:45 - FB ummæli ()

Tómir hraðbankar

Yfir páskahelgina tæmdust hraðbankar borgarinnar. Talsmenn bankanna sögðu í fréttum að ekki yrði fyllt á hraðbankana fyrr en eftir helgina. Á meðan yrðu menn bara að bíða. Þarna er komin upp staða sem er mjög athyglisverð. Ef menn vilja ekki nota rafræna peninga Þá er komin upp sú staða að þrátt fyrir að menn eigi verðmæti/innistæðu þá geta þeir ekki nýtt sér hana vegna skorts á seðlum. Það er ekki þú sem ákveður hvar og hvenær þú notar þinn auð heldur bankarnir. Ástæðan er sú að bankarnir stjórna magni peninga í umferð. Ef magn peninga minnkar þá erum við handlama hvað sem auði eða framleiðslu okkar líður.

Þegar bankakreppan kom haustið 2008 var Ísland að framleiða(fisk, ál). Bankakreppan fólst fyrst og fremst í minnkun peninga í umferð(lánalínur þorna upp) og allt hrundi. Það var ekki vegna þess að við værum ekki að framleiða minni verðmæti heldur vegna þess að magn peninga minnkaði í umferð og því magni stjórnuðu bankarnir. Slíkar kreppur eru algengar.

Peiningar eru til að flytja verðmæti frá einum stað til annars og frá einum tíma til annars. Dásamleg uppfinning og því allt of valdamikið tæki til að leyfa einkabönkum að stjórna því. Síendurteknar bankakreppur með hörmulegum afleiðingum eru dæmi um að öllum örðum ætti því að takast það betur upp að hafa nægjanlegt magn peninga til staðar á hverjum tíma.

Sá sem stjórnar magni peninga í þjóðfélaginu stórnar lífi einstaklinga, fyrirtækja, sveitafélaga og ríkis. Peningavaldið er því fjórða valdið í lýðræðisskipulagi okkar, það valdamesta og er núna í höndum einkafyrirtækja, banka, sem vinna í þágu hluthafa.

Það skiptir ekki máli hvaða pólitík stjórnar landinu hún verður alltaf sveigð að hagsmunum bankanna því þeir halda á valdamesta verkfæri lýðræðisins, framleiðslu peninga.

Þessu valdi þarf að koma aftur til almennings þar sem það á heima. Það er eini möguleikin til að pólitík-hugsjónir stjórni.

Skýrsla Frosta Sigurjónssonar Alþingismanns um peninga fjallar einmitt um þetta. Hún skýrir margt og kemur með lausnir sem ættu að henta mörgum, ekki síst almenningi. Skýrslan veldur ótta hjá valdastéttinni og því mun allt verða gert til að tortryggja hana af þeirra hálfu og handbendi þeirra. Hvet ég því almenning til að kynna sér hana vel því með róttækum breytingum á peningavaldinu verður fyrst möguleiki á því að draumar um jafnrétti og réttlæti geti orðið að raunveruleika.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur