Laugardagur 25.04.2015 - 19:57 - FB ummæli ()

Spilltur Makríll

Makrílfrumvarp núverandi sjávarútvegsráðherra er skilgetið afkvæmi liðinna ríkisstjórna. Að afhenda gríðalega verðmæta auðlind fáum útvöldum er í takt við fyrri lög um svipuð efni. Spillingin í kringum makrílfrumvarpið núna er með eindæmum og þar er innmúruðum hyglað blygðunarlaust.

Kosningasigrar fjórflokksins undanfarna áratugi hafa fært auðlindir þjóðarinnar í hendur fárra. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að almennginur fái að njóta sjávarauðlindarinnar ef við höldum áfram að kjósa þessa flokka. Auk þess tekur Björt framtíð undir málflutning LÍÚ manna. Auðlindir Íslands eru á pari við auðlindir Noregs og því gætu verið svipuð lífsgæði á Íslandi og eru í Noregi. Ef kjósendur vilja breytingar þá verða þeir að taka sér tíma til að; kynna sér söguna og hverjir séu líkegir til að bylta þessu arðránskerfi.

Dögun er stjórnmálasamtök sem berjast gegn spillingunni í sjávarútveginum og ætla sér að gjörbylta kerfinu til að arðurinn verði almennings en ekki fárra. Ályktun okkar frá því í dag um makrílfrumvarpði er svohljóðandi:

”Stjórnmálasamtökin Dögun hafna alfarið lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um kvótasetningu á makríl. Dögun hafnar þeim þjófnaði og þeirri einkavinavæðingu sem þar er ráðgerð.

Dögun bendir á að veiðireynsla stórútgerðarinnar byggist að stórum hluta á óábyrgum veiðum til mjölvinnslu, sem miðuðust við að landa sem mestu magni af makríl óháð þeim verðmætum sem hægt var að búa til.

Íslenska þjóðin og fulltrúar hennar á Alþingi eiga ekki að ljá máls á því að verðlauna örfáa útgerðaraðila sem ganga augljóslega gegn almannahagsmunum.”

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur