Miðvikudagur 29.04.2015 - 18:52 - FB ummæli ()

Palli er EKKI einn í heiminum

Páll Jóhann Pálsson þingmaður Landsambands Íslenskra Útvegsmanna segist ætla að sitja hjá við afgreiðslu makrílsfrumvarpið. Það er frumvarp sem afhendir nokkrum útvöldum makrílinn okkar og arðinn einnig. Það er sem sagt verið að arðræna okkur, þ.e. þjóðina. Mér er nokk sama hvað hann Palli kýs. Hann og félagar hans í LÍÚ standa ekki með þeim sem ná ekki endum saman eða geta ekki leyst út lyfin sín vegna fátæktar. Palli mun hvort eð er kalla inn varamann til að kjósa fyrir sig ef LÍÚ krefst þess.

Það er þessi algjöra firring á aðstæðum samborgaranna sem einkennir yfirstéttina, eins og í sögunni um smákökurnar í Frakklandi. Að moka gróða í eigin vasa heltekur hugann svo algörlega að ekkert annað kemst að. Hvaðan réttlætingin kemur er erfitt að segja. Er til réttlæting á botnlausum gróða í eigin vasa meðan aðrir eiga ekki fyrir mat?

Eini rétturinn sem við eigum sem manneskjur er að valda ekki öðrum vandræðum.

Vandamálið er að fjórflokkurinn er á spena LÍÚ. Björt framtíð virðist hlaupa á eftir LÍÚ. Píratar sem njóta mikilla vinsælda hafa allt of fáa þingmenn núna. Þess vegna stefnir í að Þingheimur muni samþykkja nýtt og aukið arðrán á almenningi með makrílfrumvarpinu.

Ætlum við virkilega að láta kvótagreifana arðræna okkur sem nemur hálfum Landspítala á ári án þess að við grípum til aðgerða?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur