Laugardagur 02.05.2015 - 16:40 - FB ummæli ()

Afhendum Landspítalanum makrílkvótann

Ríkisstjórnin ætlar að afhenda sjö kennitölum 95% prósent af makrílkvóta landsmanna og hinum 5 prósentunum ætlar hún að deila til flokksgæðinga . Verðmæti þessa makrílkvóta er talið vera um það bil 150 milljarðar. Þessi fyrirtæki og einstaklingar þurfa ekki að borga eina krónu fyrir aðgang að auðlind okkar. Vissulega hafa þeir flestir borgað ríkulega í kosningasjóði flokkanna en þeir peningar fara ekki í velferðarkerfið. Hvernig væri að ríkisstjórnin sæi að sér og afhenti frekar Landspítalanum makrílkvótann. Landspítalinn gæti þá leigt veiðiheimildir til útgerða. Spítalinn fengi arðinn af leigunni. Þannig gæti Landspítalinn fengið um það bil 10 milljarða á ári. Fyrir alla þessa peninga gætum við bjargað mörgum mannslífum og við værum ekki lengi að því að byggja nýjan spítala með þessum hætti.

Eigum við ekki að gefa okkur sjálfum okkar eigin auðlind frekar en fáum útvöldum?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur