Sunnudagur 17.05.2015 - 01:08 - FB ummæli ()

Að hafa áhrif

Á Íslandi er lítill hópur einstaklinga sem hefur keypt sér meirihluta þingfylgi og eitt dagblað að auki. Þetta eru þeir sem hafa fengið réttinn til að veiða fiskinn okkar. Þeir hafa grætt stórkostlega og sett megnið af þeim gróða í eigin vasa og smávegis hjá þeim sem þeir vilja að fylgi sér að málum. Til stóð að semja nýja Stjórnarskrá þar sem almenningur fengi að kjósa sjálfur um hvernig hann vildi að hlutunum yrði háttað. Þessari stjórnaskrá var rænt frá þjóðinni á lokametrunum.

Nýtt makrílfrumvarp mun færa sama hópnum mikil auðævi. Auk þess skapa fordæmi fyrir sex ára kvótareglu sem lið í því að þjóðin missi auðlindina endanlega til fárra útvaldra. Það er hugsanlegt að forsetinn muni hafna þessum lögum ef við setjum nægjanlegan þrýsting á hann.

Á síðunni þjóðareign gefst okkur möguleiki á því að mótmæla ofríki kvótaauðvaldsins. Krafan er mjög hógvær. Bara að vísa kvótafrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er einfaldur og sjálfsagður lýðræðislegur réttur okkar. Hann er stórhættulegur sérhagsmunaaðilunum því þá gæti almenningur orðið upplýstur um það gjörspillta fyrirkomulag sem hér viðgengst. Hér takast á sérhagsmunir og almannahagsmunir.

Ég skora á alla að standa með sjálfum sér og skrifa undir þessa hógværu kröfu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur