Föstudagur 12.06.2015 - 22:02 - FB ummæli ()

Atvinnuþref

Það stendur til að stöðva verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga með lagasetningu. Þar er annar deiluaðilinn í kjaradeilunni að beita hinn ofríki og valdnýðslu. Bjarni Ben lýsti nýlega hrifningu sinni af Margaret Thatcher enda var hún vön að stöðva verkföll með öllum tiltækum ráðum. Af ræðu BB á þingi í dag gat maður skilið það svo að hjúkrunarfræðingum hefði verið boðið vel en óskir þeirra um leiðréttingu með tilliti til annarra stétta með sambærilega menntun væri of stór biti fyrir ríkið. Það vill svo til að sá biti er lang sennilegast leiðrétting á launum hjúkrunarfræðinga með tilliti til þess að þeir eru flestir kvenkyns, þ.e. til jafns við karlastéttir sem þær bera sig saman við.

Það rímar mjög illa við 100 ára hátíðina sem halda á vegna kosningaréttar kvenna.

Það rímar mjög illa við þá skattaafslætti sem BB hefur barist fyrir á þingi, þeir afslættir eru margfallt stærri en sá kostnaður sem sátt við hjúkrunarfræðinga/BHM felur í sér. Það eru til peningar fyrir þessu.

Því miður stefnir í stórslys. Lagafrumvarpið ber með sér að gerðadómur á að skammta laun samkvæmt forskrift sem mun aldrei skapa sátt og því er það einboðið að hjúkrunarfræðingar séu á förum. Það mun valda keðjuverkun því illa mannaðar stofnanir fæla aðrar stéttir frá, td lækna því góð almenn mönnun er hluti af góðu vinnuumhverfi og þá duga nýir kjarasamningar við lækna ekki mikið. Heilbrigðisstofnanir sem eru illa mannaðar hafa hærri dánartíðni en vel mannaðar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar gæti því reynst banvænt. Bara að þingmenn hafi það í huga, takk fyrir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur