Þriðjudagur 16.06.2015 - 22:10 - FB ummæli ()

Gríman er fallin

Var að horfa á Kastljós kvöldsins og umræðuna um ”vel heppnaða” einkavæðingu á sjúkrahóteli Landspítalans. Upplifun spítalans er að hann hafi keypt köttinn í sekknum en fulltrúar einkavæðingarinnar mótmæla og gera lítið úr athugasemdum opinberra eftirlitsaðila. Þessi staða er ekki ný því fjölmörg dæmi eru um afeinkavæðingu víðsvegar um heiminn vegna misheppnaðrar einkavæðingar.

Þar á undan var ég að lesa um uppsagnir opinberra starfsmanna, BHM og hjúkrunarfræðinga, og nokkur uppsagnarbréf þeirra. Það er vel þekkt staðreynd að margir innan Sjálfstæðisflokksins vilja einkavæða heilbrigðiskerfið. Auk þess er það þekkt aðferð að svelta opinbera þjónustu svo það sé auðveldara að einkavæða hana síðar.

Spurningin er hvort hér sé um þaulskipulagða aðför að velferðakerfinu að ræða eða að þau fatti hreinlega ekki að viðkomandi opinberir starfsmenn skipta máli og án þeirra virkar ekki þjónustan við almenning(og líka kjósendur þeirra).

Held að þau hugsi ekki svo mikið um það meðan þau græða á plottinu.

Gríman féll í raun fyrir löngu en það er komið að okkur að ákveða hvernig samfélag við viljum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur