Miðvikudagur 24.06.2015 - 23:27 - FB ummæli ()

Samhengi hlutanna

Það er einhvernvegin erfitt að grípa það samhengi sem deila hjúkrunarfræðinga og BHM er komin í. Það eru langflestir sammála um að viðkomandi stéttir séu nauðsynlegar og mjög mikilvægar. Aftur á móti er ekki vilji til þess að greiða þeim kaup sem er þeim að skapi eða heldur þeim á Íslandi. Hræðslan við verðbólguna dregur úr stuðningi við þessar stéttir og svo eru hinir sem eru abró. Ég á mjög erfitt með að samþykkja það að stjórnvöld séu svo heimsk að halda að konur eigi að vera á lægri launum, bara vegna þess að þær séu konur. Kannski eru þau svo heimsk eða þau reikna kalt út að þau komist upp með þessa stefnu sína.

Mér er nokk sama um þessa verðbólguspá enda hafa skuldir mun meiri áhrif á verðbólgu en laun einstakra hópa. Ég er líka eigingjarn. Þegar við eldumst þurfum við sennilega meira á heilbrigðiskerfinu að halda og ég eldist eins og aðrir. Ég veit að sjúkrahús sem eru vel mönnuð með ánægðum vel menntuðum hjúkrunarafræðingum ná betri árangri og hafa lægri dánartíðni. Þar vil ég liggja sem sjúklingur. Ég vil ekki vera á sjúkrahúsum sem eru illa mönnuð með óánægðum hjúkrunarfræðingum þar sem tíðni aukaverkana, mistaka og dánartíðnin er hærri.

Ef menn vilja ná besta mögulega árangri innan heilbrigðiskerfisins verða menn að greiða uppsett verð. Síðan geta menn haft allar mögulegar skoðanir á því en það breytir ekki samhenginu á milli árangurs og kostnaðar. Auk þess er framleiðsla heilbrigðiskerfisin ekki núll, því gleyma menn oft í ummræðunni.

Eina vitræna samhengið sem ég fæ út úr þessari kjaradeilu er að ríkinu finnst að fjölmennar kvennastéttir geti étið það sem úti frýs. Það þjónar bara engan veginn hagsmunum sjúklinga.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur