Laugardagur 08.08.2015 - 19:38 - FB ummæli ()

Dilkadráttur

”From the moment that this devastation was loosed upon Hiroshima the people who survived have hated the white man. It is a hate the intensity of which is almost as frightening as the bomb itself”.

Wilfred Burchett’s stríðsfréttamaður  úr seinni heimsstyrjaldarinnar er fyrsti vestræni fréttamaðurinn sem kemur til Hiroshima eftir kjarnorkusprengjuna og verður frægur fyrir grein um upplifun sína(The Atomic Plague 1945). Hann upplifir ákveðin þáttaskil í stærð en lýsir í raun hluta af langri sögu.

Það var engin hernaðarleg þörf á því að nota kjarnorkusprengjur á Japani því þeir voru að niðurlotum komnir og reiðubúnir að gefast upp. Ástæðan var pólitísk og sennilega til að sýna Rússum hvað Bandaríkjamenn væru með mikla hernaðarlega yfirburði yfir þá. Menn voru byrjaðir að skipuleggja kalda stríðið og þess vegna var íbúum Hirosima og Nagasagi fórnað.

Nýlendustefna og valdabrölt hefur einkennt stjórnmál mjög lengi. Þar hefur almenningi verið fórnað ótal sinnum eins og í Hirosima. Fjárhagslegir og pólitískir hagsmunir hafa ráðið för í reykfylltum herbergjum og fjöldi fólks látist eða þjáðst í kjölfarið til að fullnægja valdafíkn.

Þar með hefur skapast hatur sem verður hvati til frekari átaka.

Það er eins og mannskepnan eigi mjög erfitt með að læra af reynslunni. Henni er hægt að smala í ólíka hópa og báðir aðilar trúa því að þeir séu heilagir og hafi aldrei gert nokkrum manni skráveifu en hinn hópurinn sé alslæmur og eigi ekkert gott skilið.

Þannig hefur verið reynt að sannfæra okkur um það að nauðsynlegt hafi verið að myrða nokkur hundruð þúsund Japani með kjarnorkusprengju til að auðvelda framgang seinni Heimstyrjaldarinnar. Það er að japanskur almenningur, konur og börn, hafi verið réttdræp til að þjóna pólitískum hagsmunum stórvelda.

Í dag er allt við það sama því á litla Íslandi hafa menn ákveðið að núna séu Rússar réttdræpir eins og Japanir forðum og með sama sannfæringakraftinum og þá. Við eigum ekki sjálfir kjarnorkusprengur en setjum á Rússa viðskiptabann, aðallega til að vera með í rétta liðinu. Mjög vanhugsuð aðgerð þar sem Ísland vill vera hlutlaust og sú ákvörðun ætti að gegnsýra utanríkispólitík okkar.

Dilkadráttur hefur verið áberandi á Íslandi að undanförnu í umræðunni um viðskiptabann á Rússa. Annað hvort ertu með eða á móti. Röksemdir sem nýttar eru til að kæfa almenna skynsemi. Að ætlast til þess að ég trúi því að Rússar séu alvondir og NATÓ algott er of mikið en verst er að þó að vera bendlaður við það að fylgja frekar öðrum skíthælnum en hinum í ljósi sögunnar.

Hatrið og réttlætingin, hvatinn til átaka, hann verður að stöðva. Skynsemin verður að ná yfirhöndinni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur