Fimmtudagur 03.09.2015 - 23:45 - FB ummæli ()

Að bregðast við

Maður hefur reynt að halda haus, hugsa skynsamlega og virða skoðanir annarra en þessi mynd rauf múrinn. Sjálfsagt tilfinningaklám en svo verður þá að vera. Maður hefur verið þeirrar skoðunar að Ísland taki við eins mörgum flóttamönnum og kostur er. Samtímis hefur maður reynt að leiða hjá sér þær raddir sem vilja taka við eins og fáum og kostur er.

Barnið sem drukknaði September 2015

Eftir að hafa séð ljósmyndirnar úr fjöruborðinu og síðan þessa mynd auk textans sem fylgdi með á Facebook síðu Europe says Oxy og Egill Helgason deildi svo að ég sá, þá fraus ég. Ekki skrítið því sem faðir sem farið hefur inn til sofandi barnanna sinna til að gæta að þeim þá tel ég það eðlileg viðbrögð foreldris. Að fá að fylgja börnunum og sjá þau vaxa úr grasi og verða fullorðnir er draumur allra foreldra og þess vegna stingur þessi mynd öll foreldri. Þeir sem eru ósáttir við slík viðbrögð kalla það tilfinningaklám.

“His name was Aylan. He was 3 years old. He drowned at sea with his parents and his 5 year old brother, Galip. They fled from violence, oppression and poverty and tried to reach Europe. They symbolise the desperation of thousands.
This is how he should have been lying tonight. Safe. Warm. Alive.
Our Europe didn’t let him. We need another Europe.”

Það er ekki bara Evrópa sem brást. Víst þurfum við aðra Evrópu en hún endurspeglar bara stjórnsemi valdstéttarinnar, hinna ríku, þeirra sem stjórna. Bandaríkin og Rússland eru þarna líka. Stórveldin standa að baki styrjaldanna sem hrekur fólk á flótta. Stórveldin eru að sækjast eftir völdum og auðlindum. Í Sýrlandi berjast Bandaríkin og Rússland með sýrlenskum börnum, ekki sínum eigin þegnum. Börnin þar eru limleist, brennd eða dáin. Fleiri falla síðan í valinn á leiðinni til okkar. Ástæðan er að við gerum þeim ekki kleift að koma til okkar eftir löglegum leiðum, vegna pennastriks á landakortinu. Það hefur komið í ljós á liðnum dögum að stór hluti almennings vill ekki hafa þetta svona.

Stórveldin eru flest lýðræðisríki og stjórnvöld þar sem framkvæma styrjaldarstefnu eru kosin af almenningi. Þess vegna er þetta á endanum á ábyrgð almennngs þar sem lýðræði er til staðar. Það dugar ekki að segja að lýðræðið virki ekki, yppta öxlum og halda áfram að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Það er okkar að láta lýðræðið virka og þá verðum við að leggja eitthvað á okkur. Það er sú fórn sem vegur salt við örlög Aylan á ströndinni.

Það var þess vegna sem ég fraus því ég veit hvað við getum breytt miklu ef við stöndum saman og látum ekki sundra okkur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur