Miðvikudagur 23.09.2015 - 20:02 - FB ummæli ()

Hvers vegna Samfélagsbanka

Hugmyndin að samfélagsbanka mætir töluverðri andstöðu. Það virðist búið að negla það inní hausinn á okkur að einkaaðilar eigi bara að fá að reka banka. Einkaaðilar eru réttkjörninr að gróða í samfélaginu. Þegar kemur að bankarekstri þá er hin hliðin á skildingnum sú að ef bankar fara í gjaldþrot bera skattgreiðendur tapið. Þess vegna má segja að núverandi bankarekstur sé samfélagslega rekinn, að minnsta kosti tapið.  Sú niðurstaða er mun algengari en við höldum:

Bankakreppur:   1637, 1720, 1772, 1792, 1796, 1813, 1819, 1825, 1837, 1847, 1857, 1866, 1873, 1884, 1890,1893, 1896, 1901, 1907, 1910, 1929, 1973, 1980, 1983, 1987, 1989, 1990, 1992, 1994, 1997, 1998, 2001,2007.  

Þetta eru helstu ártöl yfir bankakreppur og þó er mörgum minni bankakreppum sleppt. Í lang flestum tilfellum hafa skattgreiðendur tekið skellinn en ekki þeir sem orsökuðu kreppuna. Þetta er því afrekaskrá bankakerfisins og er svo hörmuleg að hvaða aðili sem er gæti staðið sig betur. Meira að segja var þýski seðlabankinn 1923 undir stjórn einkaaðila þegar óðaverðbólgan setti allt á annan endann þar. Það var ekki fyrr en hið opinbera tók í taumana sem skikk komst á hlutina(Hjalmar Schacht).

Sögulega séð er það galin hugmynd að einkaaðilar sinni bankarekstri. Reyndu bara tryggja bankabókina þína hjá tryggingafélagi-þú færð neitun.

Þar sem tapið er skattgreiðenda er alveg eins gott að við tökum að okkur allann reksturinn og fáum gróðann þegar hans nýtur við.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur