Þriðjudagur 03.11.2015 - 22:34 - FB ummæli ()

Að gera bankakerfið ”meinlausara”

Það virðist sem mörgum sé brátt í brók að einkavæða bankana að nýju og sérstaklega ef Íslandsbanki fellur í hlut ríkisins. Samtök atvinnulífsins hvetja eindregið til þess að hlutir ríkisins verði einkavæddir sem fyrst. Mörgum finnst mjög sennilegt að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn muni hlýða kallinu.

Frosti Sigurjónsson þingmaður hefur mælt fyrir því að hið opinbera stofni samfélagsbanka úr Íslands- og Landsbankanum. Við í Dögun höfum líka talað fyrir þessari hugmynd. Aftur á móti eru margir sem sjá þessari hugmynd allt til foráttu. Telja að ríkisbanki skapi einokun, spillingu og að ríkis”kommisörar” stjórni öllu. Síðan er samansemmerki milli þessara fullyrðinga og lélegrar bankastarfsemi. Dulið í textanum er að einkareknir bankar séu betur reknir.

Eftir því sem ég kemst næst eru engin tilfelli í sögunni um að hið opinbera hafi framleitt of mikið(bóla) eða of lítið(kreppa) af peningum. Þetta á við þegar hið opinbera hefur haft fulla stjórn á peningamyndun.

Ef við reynum að meta árangur einkabanka við stjórnun á peningamyndun þá er hollt að rifja upp helstu ártöl þegar kreppur hafa dunið á heiminum eða hluta hans:

1720, 1772, 1792, 1796, 1813, 1819, 1825, 1837, 1847, 1857, 1866, 1873, 1884, 1890, 1893, 1896, 1901, 1907, 1910, 1929, 1973, 1980, 1983, 1987, 1989, 1990, 1992, 1994, 1997, 1998, 2001, 2007

Það sem er augljóst að til þess að ríkisrekinn banki standi sig ver en einkabankarnir í sögulegu ljósi, þá verður ríkisbankinn að leggja verulega mikið á sig til að standa sig ver.

Það er gott að menn hafi þetta í huga þegar þeir íhuga innihald orða Frosta þegar hann segir eftirfarandi: „Þess í stað horfir Frosti til þess að nýta eignarhald ríkisins til að endurskipuleggja bankakerfið til að gera það „meinlausara“.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur