Miðvikudagur 04.11.2015 - 21:28 - FB ummæli ()

Landsfundur Dögunar 2015, mjög beisik

Núna um helgina verður Landsfundur Dögunar, þ.e. 6. og 7. nóvember. Hér um árið var ég á fundi í Valhöll vegna þess að Guðlaugur Þór ræddi um sýn sína á heibrigðiskerfið. Mér fannst fundarsókn ekki stórkostleg því ég átti von á miklu meira frá XD(minn fyrsti og síðasti fundur í Valhöll). Sjálfstæðismönnum fannst fundarsóknin mjög góð og þá gerði ég mér grein fyrir því að póitísk þátttaka er ekki mikil hjá landanum.

Það eru margar ástæður fyrir lélegri þátttöku í pólitísku starfi en ég tel þá mikilvægustu vera þá að almenningur hefur engin raunveruleg völd á milli kosninga. Almenningur er ekki vitlaus, til hvers að æsa sig ef ekkert gerist. Auk þess er enginn eðlismunur á fjór(fimm) flokknum, þeir eru allir jafn auðsveipir sérhagsmunaaðilunum og hefur það haft neikvæð áhrif og uppgjöf hjá mörgum.

Svo ætla ég að reyna að smala fólki á pólitískan fund og það Landsfund.

Hvað ætli skapi Dögun sérstöðu? Við höfum aldrei svikið kosningaloforð enda höfum við aldrei komist í valdastöðu til að gera það…Það sem einkennir stefnumál Dögunar er að við munum vinna að almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Það gerir okkur óvinsæl hjá valdstéttinni.

Við ætlum að útrýma fátækt á Íslandi, lögleiða lágmarksframfærsluviðmið, auka völd almennings verulega milli kosninga, koma böndum á fjármálavaldið, stofna samfélagsbanka, gera spillingu mjög erfitt uppdráttar á Íslandi, rústa valdi kvótaauðvaldsins, gera ”þak yfir höfuðið” að mannréttindamáli og til þess að gulltryggja það að elítan þoli okkur ekki ætlum við að kryfja lífeyrissjóðina og stofna eitt lífeyrissjóðskerfi fyrir alla Íslendinga.

Tel að allir þeir sem eru ekki ofurríkir eða ekki ríkir eigi því erindi á Landsfund Dögunar. Allir þessir ”típísku” Íslendingar sem eru að berjast við núllið í bankabókinni sinni og hinir sem hafa ekki séð núllið lengi eiga fullt erindi á landsfund Dögunar. Við erum með stefnuna sem mun skila almenningi betra lífi.

Vertu breytingin sem þú vilt sjá og taktu þátt!

Sundruð föllum við en sameinuð sigrum við, getur ekki verið meira beisik.

 

——————————————————————————-

Kjarnastefna

Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti,
sanngirni og lýðræði leggja til eftir farandi áhersluatriði ;

Fjármálakerfið:

Afnema verður völd fjármálakerfisins yfir lífi almennings með eftirfarandi ráðstöfunum:

  • Afnám verðtryggingar á neytendalánum.
  • Aðskilnaður viðskipta og fjárfestingabankastarfsem.i
  • Vextir í landinu verði hóflegir Setja þak á vexti.
  • Hið opinbera stofni virkan samfélagsbanka .
  • Bankaleynd verði afnumin í samræmi við lög um persónuvernd.

Lágmarksframfærsluviðmið og lífeyrismál:

Lögfesta þarf lágmarksframfærsluviðmið til að tryggja framfærslu allra, launamanna sem og lífeyrisþega ( öryrkjar, eldri borgarar ).  Nauðsynlegar ráðstafanir eru:

  • Eitt sameinað lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn.
  • Lágmarkslaun verði aldrei lægri en lágmarksframfærsluviðmið.
  • Almannatryggingar tryggi öllum lágmarksframfærslu.
  • Persónuafsláttur hækki og tryggi skattleysi lágmarkstekna.

Húsnæðismál:

  • Húsnæðisöryggi er mannréttindi.
  • Húsaleigumarkaður skal uppbyggður að norrænni, þýskri eða austurrískri
  • Auka þarf valkosti á húsnæðismarkaði og tryggja langtíma leigurétt.
  • skapa þarf rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðssamvinnufélög.
  • Dögun er alfarið á móti því að fjármálafyrirtækin (lífeyristsjóðir, bankar og Íbúðalánasjóður) stofni og reki fasteignafélög inn á leigumarkaði sem arðsemisfjárfestar.

Lýðræðið – ný stjórnarskrá:

Dögun vill nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Samanber þann ríka vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20.október 2012.  Með lögum skal tryggja eftirfarandi rétt almennings:

  • Auðlindarákvæði þar sem þjóðinni er tryggður eignarrétturinn á auðlindum Íslands.
  • Bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur óski 10% kjósenda þess.
  • Íbúar kjördæma eða sveitarfélaga geti átt frumkvæði að bindandi atkvæðagreiðslu um sameiginleg hagsmunamál svæðisins óski 10% kjósenda þess.
  • Að ný stjórnarskrá tryggi almenningi aðgang að öllum upplýsingum sem opinberir aðilar safna í samræmi við persónuverndarlög.

Skipan auðlindamála:

  • Orkufyrirtæki verði almennt í eigu ríkis og /eða sveitarfélaga.
  • Nýting allra náttúruauðlinda skal vera sjálfbær.
  • Tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum.

Stjórn fiskveiða :

  • Stokka upp stjórn fiskveiða frá grunni.
  • Jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum.
  • Allur ferskur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum og auðlindagjald reiknað af því fiskverði.
  • Aðskilja skal veiðar og fiskvinnslu fjárhagslega.
  • Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar.

Siðvæðing stjórnsýslu og fjármálakerfis:

  • Bæta þarf siðferði og auka gagnsæi í stjórnmálum, stjórnsýslu og fjármálakerfi.
  • Lög verði yfirfarin með því markmiði að fyrirbyggja spillingu.
  • Komið verði í veg fyrir óeðlileg völd sérhagsmunaaðila .
  • Skilið verði á milli stjórnmála og viðskiptalífs.

Evrópusambandið:

Við viljum að þjóðarvilji ráði för í ESB málinu. Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni.

 

———————————————————————————-

Dagskrá landsfundar Dögunar 6-7 nóvember 2015

Staður:   Grensásvegur 16a Reykjavík

Föstudagur 6. nóvember

16:30 Mæting

17:00 Setning landsfundar og kosning fundarstjóra og ritara.

  • Skýrsla framkvæmdaráðs
  • Ársreikningar ársins 2014
  • Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  • Afgreiðsla reikninga
  • Kynning á fundargögnum

Matarhlé

  • Umræður um kjarnastefnu

Laugardagur 7. nóvember

10:00-12:30 Málefnavinna

  • Lagabreytingar
  • Stefnuskjöl
  • Stjórnmálaályktun
  • Aðrar ályktunartillögur

Hlé

Fundur hefst aftur kl. 13:30: Málefnavinna framhald

kl 15:00 : Atkvæðagreiðsla og kosningar:

  • Lög
  • Kjarnastefna
  • Formanns og varaformannskjör
  • Framkvæmdaráð
  • Úskurðarnefnd
  • Stjórnmálaályktun

 

Skemmtun

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur