Laugardagur 21.11.2015 - 21:13 - FB ummæli ()

Að saurga minningu JFK

Að líkja John F. Kennedy við Framsóknarflokkinn er klám, af verstu sort. Sigmundur viðrist hafa gert það á landsfundi flokksins. JFK fór gegn sérhagsmunaöflunum í BNA. Hann vildi trappa niður kalda stríðið, hann vildi ekki fara inn í Víetnam. Hann vildi að hið opnbera framleiddi peninga án skuldsettningar, þ.e. Quantitative easing fyrir fólkið. Hann stóð upp gegn sterkustu sérhagsmunaöflunum sem fundust þá og finnast enn í heiminum. Hann er síðasti forseti BNA sem stóð gegn þeim og því síðasti forsetinn sem var raunverulegur forseti BNA. Aðrir hafa bara verið strengjabrúður valdsins.

SDG er strengjabrúða valdsins á Íslandi annars væru öryrkjar, fatlaðair, ellilífeyrisþegar eða láglaunafólk ekki að kvarta í dag. Auk þess væri hann núna búinn að afnema verðtrygginguna af neytendalánum.

Framsóknarflokkurinn hefur á sínum snærum sennilega bestu PR gaura á landinu. Þetta útspil og um leið saurgunin á minningu JFK er bara gerð til að ná athygli, komast inní umræðuna, stjórna orðræðunni.

Framsóknarflokkurinn gerði þetta í aðdraganda Sveitstjórnarkosninganna með útspili sínu um Múslima og moskuna. Ekkert er heilagt bara að ná athygli og fá atkvæði.

Þessi hugsun að fórna öllum prinsippum til að ná athygli, að fá umræðu er í raun skelfileg.

Það er augljóslega meiri reisn yfir JFK en SDG.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur