Fimmtudagur 03.12.2015 - 22:48 - FB ummæli ()

Vigga vinkona og Peningar

Vigdís Hauks formaður fjárlaganefndar Alþingis Íslendinga heldur því fram að ekki séu til nægir peningar til að reka Ríkið, t.d. Landspítalann. Því miður veit hún ekkert hvað peningar eru. Peningar eru verkfæri til að flytja verðmæti framleiðslu okkar frá einum stað til annars, frá einum tíma til annars.

Ef við framleiðum ekki neitt þurfum við ekki peninga. Ef við framleiðum eitthvað þurfum við peninga.

Landspítalinn framleiðir verðmæti merkilegt nokk.

Þess vegna kemur framleiðslan fyrst, svo peningar.

Hvernig geta þá peningar verið takmarkandi þáttur?

Þætti vænt um að Vigga vinkona svari þessu. Hún er nú einu sinni formaður fjárlaganefndar Alþingis Íslendinga. Ef hún kann ekki svarið þá getur Frosti Sigurjónsson örugglega hjálpað henni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur