Miðvikudagur 16.12.2015 - 01:04 - FB ummæli ()

TISA vs COP21 í París

Sá hluti TISA samningsins sem fjallar um orkumál mun væntanlega hafa gagnstæð áhrif á nýtt samkomulag um kælingu jarðar, kallað COP 21, sem nýlega var undirritað í París samfara lófaklappi. Það merkir að TISA mun auka myndun koltvísýrings í andrúmsloftinu á sama tíma og COP21 reynir að minnka koltvísýring.

TISA stendur fyrir Trade in Service Agreement. Um er að ræða fríverslunarsamning sem er í smíðum og Ísland er þátttakandi að honum. Það er algjör leynd yfir samningaviðræðunum og hvernig þessi samningur muni hafa áhrif á líf almennings. Utanríkisráðuneytið hefur birt hvað Ísland leggur fram í samningaviðræðunum en það skiptir litlu máli í stóru myndinni. Það sem kjörnir fulltrúar og almenningur veit um þessar samningaviðræður kemur frá skjölum sem lekið hefur verið til Wikileaks. Slík leynd gagnvart almenningi ætti að útiloka alla aðkomu lýðræðisríkis að slíkum samningaviðræðum en einræðisríki gætu haldið áfram að semja. Aftur á móti hafa stór fjölþjóðleg fyrirtæki aðgang að upplýsingum um gang samningaviðræðna. Það virðist sem fyrirtækin hafi mikinn aðgang að samningamönnum því það er ekki einleikið hvað mikið snýst um að tryggja stórfyrirtækjum óskertan hagnað með stuðningi í TISA samningnum. Slíkt er reyndar vel þekkt úr öðrum fríverslunarsamningum.

Fríverslunarsamningar snúast að litlum hluta um minnkun tolla á landamærum. Sá hluti er algjör minnihluti slíkra samninga. Meginhluti þeirra snýst um að koma í veg fyrir allt það sem gæti hugsanlega minnkað gróða fyrirtækja. Mikilvægast virðist vera að þjóðkjörnir fulltrúar afsali sér valdinu, valdinu sem almenningur afhenti þeim í trausti þess að þeir færu með það sem sitt eigið fjöregg og afhentu það síðan aftur til eigenda sinna-okkar-óskert. Þess í stað semja embættismenn í skjóli kjörinna fulltrúa OKKAR  um að einkarekinn dómstóll geti snúið við og/eða útmáð ákvarðanir löggjafarsamkundu okkar. Mörg dæmi eru um að einkareknir dómstólar hafi snúið við ákvörðunum kjörinna fulltrúa og þar með kippt lýðræðinu úr sambandi.

Það eitt að Ísland sé þátttakandi í TISA samningunum vekur upp þá spurningu hvað opinberir starfsmenn frá Íslandi voru að gera til Parísar á COP21. Að klappa? Fyrir hverjum? Samkvæmt Wikileaks gögnunum fer TISA samningurin algjörlega gegn samkomulaginu í París og þar sem TISA er bindandi, ræður hann. Því klöppuðu menn bara í París.

Undirskriftin í París er loforð, verður staðið við eftir minni. Samkvæmt fréttum ætla Replúkanar í BNA að gleyma öllum loforðum Obama í París vegna þess að samkomulagið París skaðar hagsmuni fyrirtækja!!!!!

TISA er aftur á móti bindandi samningur og nánast óafturkræfur. Í orkukaflanum er Ísland áberandi og dregur hlassið í samningunum í Genf fyrir skítug jarðefnaeldsneytisfyrirtæki Ameríku, þvílík upphefð. Ísland með sína grænu orku er felubúningur fyrir fyrirtæki sem framleiða olíu, kol og tar- sand. Vá!

Í samningaviðræðunum um TISA leggja lönd fram sínar hugmyndir um þá orkugeira sem þau vilja skuldbinda sig til að semja um en útiloka aðra. Aftur á móti verða allir nýir orkumöguleikar framtíðarinnar sjálfvirkt hluti af TISA að okkur forspurðum, sorry hvert fór vald almennings?

TISA vill að öll orkuform verði ”jöfn”. Það þýðir að kjörnir fulltrúar geta ekki valið endurnýtanlega orku fram yfir óendurnýtanlega orku, geta ekki valið hreina orku fram yfir óhreina, geta ekki valið orku framleidda í heimalandi fram yfir innflutta orku. Sorry hvert fór lýðræðið, og já hvert fór París?

Ef einhver Ríkisstjórn vill styrkja sólarorku verður hún einnig að styrkja olíuiðnaðinn jafn mikið, þann iðnað sem hún hefur í huga að minnka á kostnað hreinnrar orku. Meet me in Paris..some other time.

TISA vill að ef fullvalda þjóð finnur auðlind verður hún að skapa markað sem veitir öllum einkaaðilum möguleika á að vinna/framleiða viðkomandi auðlind. Er það frelsi að útiloka eigendur frá nýtingu auðlinda sinna? Í raun að svifta opinbera aðila möguleikanum á að nýta auðlind í þágu þeirra sem eiga hana og láta hagnaðinn streyma inn í samfélagið. TISA vill að hagnaðurinn renni burt frá samfélaginu til fárra.

TISA vill að allar vottanir á gæðum framkvæmda, ss umhverfismat o.þ.h. verði verulega útþynntar og verði mun minni vörn umhverfinu en hingað til-still, Paris where are you?

Vegna votra drauma Íslendinga um mikla sigra á sviði háhitaorku á heimsvísu reka þeir fyrrnefnda pólitík í Genf sem talin er upp hér að framan. Því miður kemur slík stefna fyrst og fremst mengandi orkugjöfum til hagsbóta og er sem fyrr segir í algjörri andstöðu við markmið Parísar ráðstefnunnar COP21.

TISA er fúlasta alvara. TISA er bindandi eftir að fulltrúar okkar hafa skrifað undir. Einkafyrirtæki geta sótt Ríkisstjórnir/sveitafélög til saka fyrir litlum einkareknum dómstóli skipuðum þremur lögfræðingum. Þeir vinna oftast fyrir stórfyrirtæki en sinna dómarastörfum einnig. Ef einkafyrirtæki telur sig verða fyrir skaða, minni gróða í dag eða minni gróða til framtíðar getur það sótt opinbera aðila til saka. Stjórnvöld verða skaðabótaskyld fyrir ákvæði um neytendavernd, umhverfisvernd og lágmarkslaun. Framkvæmdavald Íslands, sem fær vald sitt frá Alþingi og Alþingi fær vald sitt frá þjóðinni ætlar að afhenda þriggja manna einkadómstól það vald sem á heima hjá almenningi. Framkvæmdavaldið er einnig að gefa skít í íslenskt dómskerfi og telur það ekki geta gætt hlutleysis og réttlætis gagnvart kærum fyrirtækja. Þar með eru einkafyrirtækin ekki bara orðin jafnfætis heldur sterkara afl en löggjafarsamkunda þjóðanna. Þetta finnst Gunnari Braga Utanríkisráðherra smámál:

”Ég sé hins vegar ekki sérstaka þörf á því að málið verði borið undir Alþingi áður en til undirritunar samningsins kemur.”

Svona Ráðherrar eru til í flest öllum ríkisstjórnum sem semja um TISA. Þeir ætla allir að þröngva TISA samningnum í gegnum þingið því þeir vita sem er að samningurinn verður aldrei samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ítarlega umræðu. Bandaríkjamenn þrá ekkert frekar en að henda NAFTA samningnum út í hafsauga.

Að hagsmunir stórfyritækja séu í fyrirrúmi og þau nánast semja fríverslunarsamninga. Að opinberir starfsmenn þjóðríkjanna sem standa í samningaviðræðunum sem fulltrúar almannahagsmuna hoppa í kjöltu stórfyrirtækjanna með lafandi tunguna eins og kjölturakkar. Að til eru ráðherrar sem er sama um skoðun kjósenda sinna sem veittu þeim vald til að stjórna í eitt kjörtímabil. Ef einhverjum finnst það eðlilegt að samið sé um takmörkun á valdi almennings, sem er og á valdið. Að samið sé í leyni án vitundar valdsins, þ.e. almennings, um að svifta almenning valdinu til að stjórna og ákvarða framtíð sína. Er það sérkennilegt að þeir sem vilja flytja lýðræðislegt vald almennings til örfárra séu kallaðir landráðamenn?

Þess vegna verðum við almenningur, valdið, að standa á fætur núna og segja stopp, ekki lengra…því við erum valdið en ekki þið.

———————————————————————————————————————————–

 

Þau lönd sem taka þátt í TISA samningunum: BNA, ESB löndin, Ástralía, Kanada, Síle, Taiwan, Kólombía, Kosta Rica, Hong Kong, Ísland, Ísrel, Japan, Kórea, Liktenstein, Mauritius, Mexicó, Nýa Sjáland, Noregur, Pakistan, Panama,m Perú, Swiss, Tyrkland.

http://www.world-psi.org/en/issue/TISA

http://www.ogmundur.is/annad/nr/7744

http://attac.is/greinar/frj%C3%A1ls-verslun-og-tisa-samningurinn

http://attac.is/greinar/fr%C3%ADverslunarsamningar-brave-new-world

http://www.visir.is/tisa-samningurinn-og-lydraedi-a-utsolu/article/2015151129588

http://www.attac.no/tag/tisa/

http://www.citizen.org/documents/NAFTA-at-20.pdf

http://www.world-psi.org/sites/default/files/en_tisa_versus_public_services_final_web.pdf

http://www.jonas.is/fundur-mengunarsinna/

http://www.jonas.is/parisarhneykslid/

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur