Miðvikudagur 02.03.2016 - 18:06 - FB ummæli ()

Einkavæðing á heilsugæslu

Heilsugæslan hefir verið í fjárhagslegu svelti árum saman og hefur meðal annars Vilhjámur Ari læknir bloggað um það.

Núna kemur Kristján Júl ráðherra með uppskrift frá Svíþjóð sem á að bjarga heilsugæslunni. Hugmyndin er að sjúklingarnir burðist með bakpoka fullan af peningum á þær heilsugæslustöðvar sem þeir vilja nýta, þ.e. að sjúklingarnir geti valið sér heilsugæslustöð og penigarnir fylgja honum á viðkomandi heilsugæslustöð. Vandamálið er og er síendurtekið, að starfsmenn hætta að horfa á sjúklinginn en góna þess í stað á bakpokann.

Bakpokinn verður þessi hvati sem ráðherrann talar um og að lokum stjórnar bakpokinn hvernig þjónusta er veitt. Þar með er komin togstreita á milli siðfræði og markaðslögmála hins frjálsa markaðar.

Viðbrögð eyðurmerkurfaranna eru skiljanleg ;” Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna

Gömul uppskrift er að svelta kerfið þangað til allt er betra en ömurlegt ástand.

Er þessi aðferð ráðherrans betri en ef hann hefði bara sinnt hlutverki sínu og fjármagnað núverandi heilsugæslu þannig að hún hefði getað sinnt hlutverkum sínum?

Fyrirmyndin af því kerfi sem núna er verið að innleiða á Íslandi er frá Svíþjóð að sögn ráðherra. Í Svíþjóð hefur verið mikil umræða og engin sátt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á velferðarkerfinu. Í stórri samantektargrein eftir Göran Dahlgren prófessor og fyrrum starfsmanns velferðaráðuneytis Svía kemur eftirfarandi fram.

  1. Flestar rannsóknir sýna að skilvirkni einkarekinna stöðva er ekki meiri en ríkisrekinna. Sænskar rannsóknir sýna það sama í Svíþjóð.
  2. Hagnaður er aukakostnaður sem skapar ekki þjónustu, ekki frekar en annar kostnaður. Að skattgreiðendur standi undir hagnaðargreiðslum með skattgreiðslum sínum getur ekki talist góð ráðstöfun á skattfé.
  3. Hætta er á skattaundanskotum og notkun á skattaparadísum. Dæmi eru um það í Svþjóð hjá fyrirtækjum sem sinna velferðarmálum. Slíkt er þjófnaður á fjármunum sem hefðu komið sér betur innan velferðakerfisins.
  4. Í Svíþjóð hefur heilsugæslustöðvum fjölgað þar sem ábatasamt er að starfa. Í þéttbýli þar sem góð þjónusta er fyrir. Ekki hefur verið fjölgun á stöðvum í dreifbýli. Auk þess fjölgar stöðvum þar sem betur settir borgarar búa en ekki á svæðum þar sem fátækt er og nýbúar. Þess vegna er það markaðurinn sem ræður staðsetningunni en ekki þörfin. Samkvæmt sænsku heilbrigðislöggjöfinni á þörfin að stjórna og því er það í raun lögbrot að þörfin ráði ekki staðsetningunni. Samkvæmt LOV lögunum í Svíþjóð mega sveitafélögin ekki skipta sér af vali á staðsetningu hjá einkaaðilum sem gerir það ómögulegt að grípa ínní.
  5. Þar sem greiðslur miðast ekki við hversu veikur sjúklingurinn er(mismunandi e sveitafélögum) heldur greitt eitt gjald fyrir alla þá hafa rannsóknir sýnt að tilhneiging er til að sinna einföldu sjúklingunum frekar og er staðsetning stöðvanna dæmi um slíkt. Rannsókn frá Stokkhólmi frá 2012 sýnir að 78% af stjórnendum heilsugæslustöðva telur að kerfið mismuni sjúklingum, þ.e. útsettir hópar fari halloka. Algjör minnihluti starfsmanna bæði í Stokkhólmi og öllu landinu telja að kerfið gagnist útsettum hópum. Þeir sem fara halloka eru þá einmitt þeir sem eru í mestri þörf fyrir hjálp. Það er einnig lögbrot gagnvart sænsku heilbrigðislöggjöfinni.
  6. Rannsóknir í Svíþjóð og annars staðar sýna að það er enginn munur á gæðum þjónustu hvort sem hún er einkarekin eða ríkisrekin. Sú fullyrðing að valmöguleiki sjúklinga valdi því að “slæmu” stöðvarnar detti út virðist röng. Sænskir rannsakendur fundu engin tengsl milli gæða og valmöguleika sjúklinga og sama niðurstaða fékkst í Englandi. Valmöguleiki sem slíkur er ekki gott verkfæri til að auka gæði í heilbrigðiskerfinu. Valmöguleiki virkar ef þú smakkar mismunandi rétti því þú getur síðan endurtekið valið. Það á ekki við innan heilbrigðiskerfisins, ef aðgerð mistekst þá getur þú ekki endurtekið valið því aðgerðin er endanleg.
  7. Almenningur í Svíþjóð hefur aldrei verið spurður eða honum gefinn kostur á að kjósa um þessar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Þeir sem skattgreiðendur hafa einfaldlega verið sniðgengnir og það sama gerist á Íslandi. Skoðanakannanir í Svíþjóð sýna endurtekið að stór meirihluti Svía vill ríkisrekið og algjör minnihluti (16%) vill hagnaðardrifna þjónustu.

 

Ríkisendurskoðun Svía skilaði skýrslu í nóv 2014. Skýrslan fjallar um þessar breytingar á heilbrigðiskerfi Svía sem við ætlum að taka upp á Íslandi. Ég fjallaði um skýrsluna hér. Skýrslan reynir að svara því hvort breytingarnar hafi gert heilsugæslunni auðveldara að ná markmiðum heilbrigðislaga. Skýrslan staðfestir að breytingarnar eru ekki til bóta og sérstaklega ekki þeim sem þurfa mest á heilbrigðiskerfinu að halda. Þeir sem hagnast eru þeir sem eru betur stæðir og búa í borgarhverfum betri settra í þéttbýli. Það eru færri læknar til að sinna þeim meira þurfandi en þeim betur settu og minna þurfandi. Nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar eru opnaðar í þéttbýli í borgarhverfum betri settra en frekar lagðar niður hjá þeim sem minna mega sín. Heimsóknir til lækna með minniháttar vandamál hafa aukist hjá þeim minna veiku en heimsóknir þeirra meiru veiku til lækna hafa minnkað. Sennilega vegna þess að þeir búa á ekki ábatasömum svæðum. Rikisendurskoðun Svía sér engin merki þess að kostnaður við rekstur heilsugæslunnar hafi minnkað með tilkomu nýrra starfshátta, þ.e. einkareksturs.

Ríkisendurskoðun Svía bendir sérstaklega á að þar sem bakpokinn sé farinn að stjórna frekar en þörfin þá sé komið upp siðferðilegt vandamál og vanefndir á lögum. Ríkisendurskoðunin hvetur ríkisstjórnina til að beina kerfinu í þá átt að það uppfylli siðferðilegar kröfur heilbrigðslaga.

 

 

Grein í Lancet frá 1971 og heitir THE INVERSE CARE LAW eftir Hart JT lækni segir okkur að sagan bara endurtekur sig. Umræða okkar í dag er spegluð í grein hans. Niðurstaða hans gildir líka í dag.

 

The availability of good medical care tends to vary inversely with the need for it in the population served. This inverse care law operates more completely where medical care is most exposed to market forces, and less so where such exposure is reduced. The market distribution of medical care is a primitive and historically outdated social form, and any return to it would further exaggerate the maldistribution of medical resources”.

 

Við skulum frekar sameinast um réttlæti og efla það heilsugæslukerfi sem nú þegar er til staðar á myndarlegan hátt. Látum markaðsöflin ekki stjórna því hvernig heilsugæslu er útdeilt. Hippokrates eða almenn siðfræði ætti að duga.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=lF1JiUx437M&list=PLIFm1kKdZC1MQy5oBQZT93p3aWLTb5kbk

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur