Föstudagur 04.03.2016 - 21:16 - FB ummæli ()

Samtal þjóðar og þings

Þessa dagana á sér stað mikil valdabarátta í íslenskri pólitík. Í lok síðasta kjörtímabils tók sig til nokkuð stór hópur þingmanna og stöðvaði framgang stjórnarskrá Stjórnlagaþings. Þeir vildu frekar vinna þetta í nefnd, stjórnarskrárnefnd á þessu kjörtímabili. Núna hefur þessi nefnd sent frá sér drög að þremur frumvörpum til breytingar á gömlu stjórnarskránni.

Frumvörp um; náttúruauðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslur og  umhverfis og náttúruvernd.

Átökin snúast um hvort við vinnum áfram úr þessum drögum eða höfnum þeim og höldum okkur við stjórnarskrá Stjórnlagaþings. Öllum má ljóst vera að hér eru ekki allir á eitt sáttir. Þess vegna er upplýst umræða mjög mikilvæg og að menn skýri sjónarmið sín til að forðast misskilning.

Alþingismenn verða að eiga samtal við þjóðina og skýra málstað sinn og hvort þeir eru yfir höfuð sáttir við frumvarpsdrögin. Væntanlega hafa þingmenn ekki ætlað að semja og afgeiða frumvarpsdrögin upp á eigin spýtur án aðkomu almennings. Það passar illa þegar um stjórnarskrá er að ræða.

Alþingismönnum gefst gott tækifæri til að eiga samtal við kjósendur sína n.k. mánudagskvöld í Norræna húsinu. Þá munu Dögun stjórnmálasamtök og Stjórnarskrárfélagið standa fyrir borgarafundi um þetta málefni og hefst fundurinn kl 20:00. Það er eftirvænting hjá þjóðinni að heyra rökstuðning þingmanna og sjálfsagt ekki minni eftrivæntin hjá þingmönnum að heyra í þjóðinni líka.

 

Streymið: http://nordichouse.is/is/event/2990/

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur