Þriðjudagur 05.04.2016 - 21:57 - FB ummæli ()

Samfélag manna og aflandsfélög

Að setja peninga sína í skattaparadís er glæpur vegna þess að; rannsóknir hafa sýnt að ef Afríka gæti skattlagt skattaundanskot á 10 ára tímabili bara með 30% skatti þá yrði heimsálfan skuldlaus(1). Þá væri enginn að deyja úr hungri og þorsta. Það deyja 900 börn á klukkustund í vanþróuðu ríkjunum og flest þeirra að nauðsynjalausu. Nema þá helst vegna þess að allir eru að setja peninga í skattaparadísir vegna þess að allir aðrir eru að gera það eða þá að vondir bankar plata viðkomandi til þess.

Að setja peningana sína í skattaparadísir er það sama og að samþykkja og styðja skattaundanskot. Það er það sama og að samþykkja að þjóðríki séu svift tekjum til að sinna þeim sem minnst mega sín. Það er það sama og að samþykkja og styðja það að 900 börn deyi á klukkustund og flest að nauðsynjalausu.

Önnur nýleg rannsókn sýnir að skattaundanskot með skattaparadísum er jafn mikil og helmingur allra útgjalda til heilbrigðismála í öllum heiminum(1).

Að borga skatt er samfélagssáttmáli.

Það að einhver pabbastrákur segi af sér sem forsætisráðherra til þess að ríkisstjórn sem hefur í raun ekkert við skattaskjól að athuga lifi áfram er bara piss í Missisippi. Að minnsta kosti tveir ráðherrar hafa tengsl við skattaskjól í eftirlifandi ríkisstjórn. Nei almenningur mótmælir öllum pakkanum, óheiðarleikanum og siðrofinu. Þess vegna er núverandi stjórn og fjórflokkur úti.

Stóra spurningin fyrir fjórflokkinn er hvort fjórflokkurinn getur enn einu sinni sjarmerað kjósendur til að kjósa sig enn á ný til að gulltryggja það að ekkert breytist. Ef kjósendur komist aftur að þeirri niðurstöðu að kjósa fjórflokkinn í þeirri von að skapa breytingar þá munu sömu kjósendur enda aftur á Austurvelli að mótmæla nýjum siðrofum.

Ég hvet alla kjósendur til að kynna sér söguna og átta sig á því að fjór(fimm)flokkurinn er á snærum auðvaldsins á Íslandi. Þess vegna er hyggilegast að kjósa aðra flokka ef kjósendur vilja breytingar.

1)  http://www.taxjustice.net/

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur