Laugardagur 09.04.2016 - 21:43 - FB ummæli ()

Þið þarna 38 þingmenn

Það virðist hafið yfir allan vafa að Bjarni ykkar hafi átt aflandsfélag. Það er staðfest að þið styðjið Ríkisstjórn þar sem Forsætisráðherranum ykkar finnst allt í lagi að fólk eigi aflandsfélag. Ykkur öllum finnst þá í góðu lagi að eiga aflandsfélag. Þar með hafið þið öll lagt blessun ykkar yfir starfsemi aflandsfélaga í heiminum og þær afleiðingar sem starfsemi þeirra valda.

Þessir tveir flokkar studdu innrás í Írak 2001 og það kostaði milljón manns lífið. Það er ekki síður alvarlegt að leggja blessun sína yfir aflandsfélög en að taka þátt í Íraksstríðinu.

Það er talið að 21-31 trilljón dollarar séu faldir í þeim 80 skattaskjólum sem finnast.

Á tímabilinu 1970-2008 hurfu 944 milljarðar dollara frá Afríku í skattaskjól. Á sama tíma voru skuldir Afríku “aðeins” 177 milljarðar dollara, það er fimm sinnum minna. Eingöngu 20% skattur hefði gert Afríku skuldlausa heimsálfu. Skattaundanskotin valda því að heimsálfan er stórskuldug.

Á svipuðu tímabili þá hurfu 7-9 trilljónir dollara frá 139 fátækari ríkjum heims meðan skuldir þeirra voru 4 trilljónir dollara.

Afleiðingarnar eru niðurskurður vegna skulda, sjúkdómar, fátækt, hungur, vanheilsa og dauði. Samkvæmt Unicef deyja 869 börn á klukkustund og flest að nauðsynjalausu. Flest öll þessi fátæku ríki væru í plús ef ekki væri fyrir skattaskjólin. Þau þyrftu enga þróunaraðstoð frá okkur. Þau væru sjálfbjarga og öll þessi börn væru ekki að deyja.

Ég get ekki treyst ykkur til frekari starfa á Alþingi meðan engin hugafarsbreyting á sér stað eða iðrun. Þið verðið að horfast í augu við alvarleika málsins. Þið styðjið stærstu meinsemd veraldarinnar með hegðun ykkar.

 

 

 

http://www.taxjustice.net/wp-content/uploads/2014/04/Price_of_Offshore_Revisited_120722.pdf

 

http://www.taxjustice.net/wp-content/uploads/2013/04/Inequality-1207-you-dont-know-the-half-of-it.pdf

 

http://www.unicef.org/media/files/Child_Mortality_Report_2011_Final.pdf

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur