Mánudagur 16.05.2016 - 22:49 - FB ummæli ()

Heimilisbankinn

Núna hefur hópur einstaklinga farið af stað og myndað hóp til að stofna samfélagsbanka. Heimasíða hópsins er http://heimilisbankinn.is  Meðlimum hópsins er full alvara og vinna ötullega að markmiði sínu.

Eftir að íslenskt bankakerfi í einkaeigu skeit svo fullkomlega á sig árið 2008 að það flokkast sem heimsmet núorðið fóru Íslendingar að huga að öðrum kostum í bankastarfsemi. Það má segja að menn gætu komið upp með hvaða hugmynd sem er og hún væri alltaf betri en það hugafóstur Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna sem lagði landið í rúst.

Hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og fleiri hópum reyndu menn að þróa hugmyndina í miðri Búsáhaldarbyltingunni en það náði ekki lengra. Það var mörgum hnöppum að hneppa á þeim tíma og ekki var öllum málum komið í höfn. Frosti Sigurjónsson þingmaður hefur svo bent á þennan möguleika líka.

Núna í upphafi árs, 13. febrúar 2016 héldu stjórnmálasamtökin Dögun opinn borgarafund í Norræna Húsinu um samfélgasbanka.  Hann tókst mjög vel og vakti athygli, ekki síst fyrir þá sök að tveir erlendir fyrirlesarar komu til landsins í boði Dögunar. Og eins og fyrr er getið þá er núna kominn fram hópur sem ætlar að stofna einn slíkan banka.

Kosturinn við samfélagsbanka er að meginmarkmið hans er þjónusta en ekki að græða  fyrir hluthafa. Öllum venjulegum mönnum ætti að vera ljóst að slík ráðstöfun hefur gríðaleg áhrif á kjör neytenda. Þeir sem setja sig upp á móti samfélagsbankahugmyndinni hafa flestir tileinkað sér af alúð það hegðunarmynstur að græða á daginn og grilla á kvöldin. Sá kostnaður sem gróðinn skapar í þjóðfélagi okkar endurspeglar sig í þeirri fátækt sem er á meðal oss. Samfélagsbankahugmyndin er sett henni til höfuðs.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur