Færslur fyrir júní, 2016

Mánudagur 27.06 2016 - 02:15

Brexit-Attac og annars konar Evrópa

Ályktun Attac-samtakanna í Evrópu um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Þýðing: Íslandsdeild Attac. Ákvörðun Bretlands um að yfirgefa Evrópusambandið verður að leiða til stefnubreytingar hjá leiðtogum Evrópu. Almenningur hefur fengið nóg af því að vera stýrt ólýðræðislegum stofnunum sem stjórna með hagsmuni stórfyrirtækja að leiðarljósi. Við erum þreytt á að lífi okkar sé stýrt af fjármálamörkuðunum. […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 21:21

Hlutverk fjölmiðla

Á föstudagskvöldið  kemur verður lokaumræðuþáttur á RUV með forsetaframbjóðendum. RUV hefur tekið þá pólitísku ákvörðun að skipta forsetaframbjóðendum í tvo hópa. Fyrst verður rætt við þá sem skora hátt í skoðanakönnunum og síðan við þá sem hafa skorað minna. Þar með hefur RUV ákveðið að skapa forgangsröð. Í leiðinni brjóta starfsmenn sennilega lög en fyrst […]

Sunnudagur 19.06 2016 - 22:36

Jafnaðar og ójafnaðarmenn

Menn hafa rætt jöfnuð í samfélaginu undanfarið. Sigurður Ingi núverandi Forsætisráðherra segir í hátíðarræðu sinni 17. júní að jöfnuður sé nauðsynlegur. Hann bendir á að það sé bara ekki hægt að framkvæma hann strax. Meira að segja í einu ríkasta landi veraldarinnar á jöfnuðurinn að koma “seinna”. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar talar um jöfnuð í öðru […]

Laugardagur 04.06 2016 - 21:19

Landsvirkjun

Umræða um Landsvirkjun hefur verið nokkur undanfarið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið þeirrar skoðunar að einkavæða Landsvirkjun. Reynsla Íslendinga af einkavæðingum Sjálfstæðisflokksin er ekki góð. Þegar þeir einkavæddu stór ríkisfyrirtæki, bankana, þá endaði það nánast með þjóðargjaldþroti. Ekki víst að það verði toppað í náinni framtíð. Núna hefur Sjálfstæðisflokknum bæst liðsauki við einkavæðingu á Landsvirkjun í formi […]

Föstudagur 03.06 2016 - 21:03

Slátrarinn í Stundinni

Í Stundinni  kennir ýmissa grasa. Meðal annars er fróðleg grein eftir Illuga Jökulsson um orrustuna við Somme sem núna er hundrað ára. Þar sem ég er sögufrík þá byrja ég lesturinn þar. Mannfallið var gríðarlegt, u.þ.b. 300.000 hermenn létu lífið í allri orustunni við Somme. Allt menn í blóma lífsins sem áttu framtíðina fyrir sér. […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur