Föstudagur 03.06.2016 - 21:03 - FB ummæli ()

Slátrarinn í Stundinni

Í Stundinni  kennir ýmissa grasa. Meðal annars er fróðleg grein eftir Illuga Jökulsson um orrustuna við Somme sem núna er hundrað ára. Þar sem ég er sögufrík þá byrja ég lesturinn þar. Mannfallið var gríðarlegt, u.þ.b. 300.000 hermenn létu lífið í allri orustunni við Somme. Allt menn í blóma lífsins sem áttu framtíðina fyrir sér. Saga Veru Britains og síðar kvikmynd, Testament of youth, sker mann inn að beini.

Þegar ég fer svo að lesa um þátttöku íslensku feðganna í skattskjólum hrekk ég í kút. Illugi nefnir nefnilega að það hafi þótt mjög mikil blóðtaka að 20.000 Bretar dóu fyrsta dag orustunnar við Somme. Eitthvað sem situr illa í þjóðarsál Breta. Svo illa að yfirhershöfðingi Breta í orustunni, Douglas Haig fékk síðar viðurnefnið “Slátrarinn í Somme”.

20.000 hermenn dóu á einum degi fyrir 100 árum.

Samkvæmt Unicef (2010) deyja 20856 börn á dag, Í DAG. Um er að ræða börn yngri en fimm ára. Flest börnin deyja vegna mikils fjárskorts viðkomandi ríkja og eiga skattaskjól stóran þátt í fátækt þessara ríkja. Því deyja börnin flest að nauðsynjalausu. Flest öll þessi fátæku ríki væru í plús ef ekki væri fyrir skattaskjólin. Þau þyrftu enga þróunaraðstoð frá okkur. Þau væru sjálfbjarga og öll þessi börn væru ekki að deyja.

Styrjöld þessara barna er ekki lokið og því er mikilvægt að allir taki höndum saman og geri allt til að skattaskjólunum verði lokað.

 

http://www.unicef.org/media/files/Child_Mortality_Report_2011_Final.pdf

 

http://www.taxjustice.net/wp-content/uploads/2013/04/Inequality-1207-you-dont-know-the-half-of-it.pdf

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur