Laugardagur 04.06.2016 - 21:19 - FB ummæli ()

Landsvirkjun

Umræða um Landsvirkjun hefur verið nokkur undanfarið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið þeirrar skoðunar að einkavæða Landsvirkjun. Reynsla Íslendinga af einkavæðingum Sjálfstæðisflokksin er ekki góð. Þegar þeir einkavæddu stór ríkisfyrirtæki, bankana, þá endaði það nánast með þjóðargjaldþroti. Ekki víst að það verði toppað í náinni framtíð.

Núna hefur Sjálfstæðisflokknum bæst liðsauki við einkavæðingu á Landsvirkjun í formi tveggja Krata þeirra Guðmundar Andra og Marðar Árnasonar.  Röksemdir þeirra eru að Landsvirkjun hagi sér illa sem fyrirtæki og eigi Landsnet sem hagi sér líka illa. Ekki varð Davíð Oddson skárri þó hann væri einkavæddur á Hádegismóum. Nei slík vandamál þurfa aðrar lausnir.

Auk þess telja þeir það ekki sjálfgefið að LV eigi að vera ríkisfyrirtæki, það sé ekki neitt rangt við að einkafyrirtæki nýti auðlindir okkar, að eignarhaldið sé aukatriði, að fyrirtæki séu betur rekin sem einkafyrirtæki og ef einkavæðingarleiðin væri valin þá yrði það þjóðinni til góðs.

Þegar betur er að gáð þá hafa þeir rangt fyrir sér.

Stéttafélag opinberra starfsmanna á heimsvísu PSI, Public Services International; http://www.world-psi.org  samanstendur af 20 milljón meðlimum í 154 löndum. Þau hafa staðið að, í samstarfi við aðra, að úttektum á þeim spurningum sem Kratarnir eru að velta fyrir sér. Niðurstaða þeirra er að það borgar sig ekki að einkavæða. Hagnaðurinn sem einkafyrirtækin taka sér er kostnaður sem skattgreiðendur fá ekkert fyrir, fjármögnunarkostnaður einkafyrirtækja er meiri en ríkisins, einkafyrirtæki eru ekki effektívari en ríkisfyrirtæki og veita ekki betri þjónustu. Reynslan af einkavæðingu liðinna áratuga er slæm og líka á orkufyrirtækjum, sjá Bretland sem dæmi. Mörg hundruð sveitafélög/ríki eru að afeinkavæða/almannavæða almannaþjónustu sem var áður einkavædd í Evrópu.

Hvet þá félaga að kynna sér eftirfarandi skýrslur:

http://www.world-psi.org/sites/default/files/rapport_eng_56pages_a4_lr.pdf

http://www.world-psi.org/sites/default/files/documents/research/2016-04-e-uk-public.pdf

Þrátt fyrir ítrekaða leit finn ég ekki neina vísindalega rannsókn sem styður þá fullyrðingu að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að einkavæða almannaþjónustu. Meðan staðan er slík þá fer ég fram á það að menn sýni fram á hið gagnstæða með rannsóknum en ekki trú.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur