Sunnudagur 19.06.2016 - 22:36 - FB ummæli ()

Jafnaðar og ójafnaðarmenn

Menn hafa rætt jöfnuð í samfélaginu undanfarið. Sigurður Ingi núverandi Forsætisráðherra segir í hátíðarræðu sinni 17. júní að jöfnuður sé nauðsynlegur. Hann bendir á að það sé bara ekki hægt að framkvæma hann strax. Meira að segja í einu ríkasta landi veraldarinnar á jöfnuðurinn að koma “seinna”. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar talar um jöfnuð í öðru hvoru orði. Stefán Jón Hafstein skrifar langa grein í Kvennablaðið þar sem hann útskýrir nánar hvað er átt við með jöfnuði.

Ekki ætla ég að gera lítið úr vandaðri grein Stefáns. Ég óttast hins vegar að Stefán og Oddný muni feta sömu slóð og Sigurður Ingi. Þá á ég við að boða stefnu en ekki gæta að því hvar valdið liggur. Jafnaðarmenn vilja setja hnífinn á smjörklípuna og dreifa úr henni jafnt. Sigurður Ingi veit mæta vel að sérhagsmunaaðilar á Íslandi ætla ekki að leyfa slíkt og segir því sannleikann þ.e að jöfnuðurinn komi seinna sem þýðir í raun aldrei. Gott dæmi um utanþings völd var loforð um nýja stjórnarskrá á sínum tíma. Sérhagsmunaaðilarnir komu í veg fyrir hana með aðstoð nokkurra þingmanna.

Þeir sem fylgst hafa með stjórnmálum vita að Alþingismenn hafa minni völd en sérhagsmunaaðilarnir á Íslandi. Stærstu áhrifavaldarnir eru Bankar, byggingafyrirtæki, lífeyrissjóðakerfið og kvótagreifarnir. Þess vegna er það nauðsynlegt að stjórnmálamenn hafi hugrekki og dugnað til að afnema óeðlileg völd sem liggja hjá einkaaðilum núna en tilheyra Alþingi í raun. Það skapar engan jöfnuð að ræða málin út í það óendanlega í sölum Alþingis ef valdið til breytinga er ekki þar.

Stjórnmálasamtökin Dögun hafa ákveðið að með markvissum aðgerðum færa valdið til Alþingis sem hefur það í för með sér að sérhagsmunaaðilarnir missa völd. Við munum standa við þessi loforð. Auk þess ætlum við að færa valdið til almennings með nýrri stjórnarskrá og við munum einnig standa við það.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur