Mánudagur 27.06.2016 - 02:15 - FB ummæli ()

Brexit-Attac og annars konar Evrópa

Ályktun Attac-samtakanna í Evrópu um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.

Þýðing: Íslandsdeild Attac.

Ákvörðun Bretlands um að yfirgefa Evrópusambandið verður að leiða til stefnubreytingar hjá leiðtogum Evrópu.

Almenningur hefur fengið nóg af því að vera stýrt ólýðræðislegum stofnunum sem stjórna með hagsmuni stórfyrirtækja að leiðarljósi. Við erum þreytt á að lífi okkar sé stýrt af fjármálamörkuðunum.

Viljaleysi Evrópusambandsins til að bregðast við lýðræðislegum kröfum almennings í Evrópu hefur nú leitt til alvarlegustu stjórnmálakreppu í sögu Evrópusambandsins. Ef Evrópusambandið breytist ekki, í grundvallaratriðum og það fljótt, þá mun það leysast upp.

Þótt við virðum gremju og ákvörðun bresku þjóðarinnar, þá höfðum við áhyggjur af því að baráttan fyrir útgöngu Stóra-Bretlands úr Evrópusambandi einkenndist af ótta, kynþáttahyggju og jafnvel ofbeldi. Þetta bergmálar aukið fylgi hægriöfgflokka í kosningum í Evrópu og ofbeldið sem við höfum séð gagnvart flóttamönnum og innflytjendum við landamæri Evrópu. Við óttumst að hægri öflin muni nú sækja í sig veðrið í framhaldi af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Af þeim sökum er það brýnt að við sem aðhyllumst afar ólík gildi, sem byggjast á alþjóðahyggju, lýðræði og jafnrétti látum til okkar heyra við þetta tækifæri. Við skiljum reiði almennings í Evrópu. Sú eyðilegging sem niðurskurðastefna hefur haft í för með sér, niðurbrot lýðræðisins, eyðing almannaþjónustu sem hefur gert álfu okkar að leikvelli einsprósentsins sem á auðinn. Þetta er ekki sök innflytjenda heldur fjármálaveldis og stórfyrirtækja og stjórnmálamanna sem reka erindi þessara afla.

Við leggjum áherslu á nauðsyn þess að grasrótarhreyfingar um alla Evrópu taki aftur stjórn á efnahagslífi okkar, samfélagi og sjálfu lífi okkar. Við krefjumst þess að Evrópusambandið lýðræðisvæði stofnanir sínar með róttækum hætti til að þær verði raunverulegir fulltrúar fólksins sem þar býr, þannig að við getum byggt upp réttlátari og sjálfbærari álfu. Við krefjumst þess að stjórnmála- og embættismenn hætti samningaumleitunum þeim sem kallaðar eru TTIP eða TISA og öðrum ólýðræðislegum verslunarsamningum, taki völdin af fjármálakerfinu og afnemi vald stórfyrirtækja, komi fram við innflytjendur af fullri virðingu, styðji uppbyggingu lýðræðislega stýrðrar almannaþjónustu, vinni að því að gróðurhúsalofttegundum verði útrýmt á einum áratug, og niðurskurðastefnu verði algerlega hætt.

Við bjóðum Bretum einnig stuðning við að berjast fyrir betra samfélagi, í baráttu þeirra gegn kynþáttahyggju og öfgahægrisinnum. Betra Bretland getur hjálpað til við að gera Evrópu betri.

Annars konar Evrópa getur orðið að veruleika. Ef Evrópusambandið getur ekki verið aðili að betri Evrópu, þá verður því feykt í burtu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur