Sunnudagur 17.07.2016 - 08:55 - FB ummæli ()

JFK og stríð gegn hinu og þessu

Var að lesa merkilega bók, JFK and the unspeakable. Þar er sagt frá John F. Kennedy og hverjir drápu hann og hvers vegna. Niðurstaða höfundarins James W. Douglass er að JFK hafi viljað frið í heiminum en það hafi verið öfl sem vildu stríð og sáu sér hag í stríðsrekstri. Þessi öfl drápu þess vegna JFK

Stríðshaukarnir vildu ekkert annað en stríð og helst kjarnorkustríð, sá sem yrði fyrri til ynni stríðið. JFK sagði nei, endurtekið. Þeir vildu ráðast inní Kúbu og Víetnam og aftur sagði hann nei. Í Kúbudeilunni var heimurinn á barmi kjarnorkustyrjaldar og útlit fyrir að öllu lífi á jörðunni yrði eytt.

JFK og Nikita Khrushchev höfðu komið á beinum tengslum á milli sín með bréfasendingum án vitneskju stjórnsýslu sinna landa. Þeir treystu ekki eigin stjórnsýslu heldur sendu bréfin með sérvöldum vinum sem þeir einir treystu. Þeir upplifðu báðir tveir að þeir væru umkringdir brjálaðri stríðsmaskínu sem vildi bara fara í stríð. Þeir töldu báðir að hægt væri að komast að samkomulagi um frið en sú hugsun var talin heimska hjá stjórnendum hers og leyniþjónustu beggja landa.

Þegar Kúbudeilan stóð sem hæst sömdu þessir tveir menn um frið því hinn möguleikinn, þ.e. kjarnorkustyrjöld var að þeirra mati óhugsandi. Með þessum beinu samskiptum sín á milli nálguðust þessir tveir menn hvor annan. Bréfin gátu oft  verið löng sem þeir sendu hvor öðrum. Bann við kjarnorkutilraunum varð að veruleika, deila um Laos og í Berlín voru leyst á milli þeirra. Þeir höfðu báðir stórar hugmyndir um að binda enda á kalda stríðið.

Í raun fær maður að upplifa breytingu á þeim báðum vegna beinna skoðanaskipta þeirra. JFK var engin friðardúfa í upphafi en breyttist. Þeir lýsa því báðir að þeir séu umkringdir stríðsæsingamönnum. Þeir virðast hafa verið stöðugt að verjast óskum um meiri hergagnaframleiðslu og stríðsrekstur. Þegar JFK er skotinn fer Khrushchev að gráta því þá hafði hann misst eina bandamann sinn. Þar með hélt kalda stríðið óhindrað áfram.

Að setjast niður með andstæðingi sínum og ræða við hann skapar oft frið, engin ný sannindi í sjálfu sér. Að skjóta forseta sinn svo hann tali ekki um frið er sjaldgæfara. EF JFK hefði lifað væri örugglega margt betra í heiminum í dag. Ætli það væri þá nokkurt stríð gegn hryðjuverkum?

PX 96-33:12 03 June 1961 President Kennedy meets with Chairman Khrushchev at the U. S. Embassy residence, Vienna. U. S. Dept. of State photograph in the John Fitzgerald Kennedy Library, Boston.

PX 96-33:12 03 June 1961 President Kennedy meets with Chairman Khrushchev at the U. S. Embassy residence, Vienna. U. S. Dept. of State photograph in the John Fitzgerald Kennedy Library, Boston.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur