Föstudagur 05.08.2016 - 22:29 - FB ummæli ()

Megrunaraðgerðir og einkasjúkrahús

Það hefur verið nokkur umræða um megrunarskurðaðgerðir sem framkvæma á í Klínikinni í Ármúlanum í Reyjavík. Ekki veit ég nákvæmalega hvernig þeim málum er háttað í raun en af lestri félagsmiðla þá má skynja gagnrýni almennings. Vantrúin á gagnsemi nýs sjúkrahúss fyrir útlendinga er ekki minni.

Mörgum finnst  ekki rétt að einhver græði á veikindum. Svo eru til þeir sem sjá engan grundvallarmun á veikum einstaklingi og bilaðri þvottavél.

Það er frekar nýtt á Íslandi að fjárfestar séu eigendur á heilbrigðisfyrirtækjum. Eðli fjárfesta er að græða. Þeim finnst að það að reisa sjúkrahús eða framkvæma aðgerðir á klínikum sé ekki neitt frábrugðið því að reka bensínstöð. Gróðinn er mikilvægari en hagur fjöldans. Í þeim tilgangi munar þá ekkert um að kaupa stjórnmálaflokka, þingmenn, prófessora og lækna.

Venjulega situr maður einn með sínum lækni og ræðir málin en þegar þriðji gaurinn er kominn inná læknastofuna, fjárfestirinn, þá finnst manni honum ofaukið og gagnrýnir viðveru hans. Það er þetta sem almeningi finnst óþægilegt og óeðlilegt.

Hagsmunir, hagsmunatengsl og vanhæfni eru flókin mál og því mikilvægt að marka skýra stefnu til að forðast árekstra við þau grunngildi sem við höfum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur