Föstudagur 19.08.2016 - 20:52 - FB ummæli ()

Styður Alþingi skattaskjól

Nokkrir Íslendingar, m.a. fyrrverandi Forsætisráðherra Íslands Sigmundur eiga aflandsreikninga eða félög í skattaskjólum. Markmið þeirra sem stofna slíkan reikning/fyrirtæki með aðstoð sérfræðinga í skattaundanskotum er að fela eignir og minnka skatttgreiðslur. Það kemur glöggt fram í Panama skjölunum.

Afleiðingar skattaundanskota eru gríðalegar og þá sérstaklega fyrir fátæku löndin.

Samkvæmt nýrri skýrslu þá er Afríka arðrænd um 5600 milljarða ÍSK á ári. Það er varlega áætlað. Til að setja þessa tölu í samhengi þá streymir frá Afríku 660 milljónir ÍSK á KLUKKUSTUND. Tekjur íslenska ríkisins á ári eru um það bil 690 milljónir.. á ári.

Það þarf ekki að fjölyrða um hvað þessir fjármunir myndu minnka barnadauða, mæðradauða og annað ranglæti í Afríku. Í raun fóðrar Afríka ofsagróða fárra. Það er gert á kostnað barnanna í Afríku.

Það er slæmt að sitja hjá og er nægur glæpur í sjáfu sér en að taka þátt er margfallt verra. Að Alþingi Íslendinga hafi ekki hent þeim út, sem tekið hafa þátt og stutt þar með arðrán Afríku,  úr löggjafasamkundu okkar er hneyksli.

Það er í raun hræsni af verstu gerð.

 

Ýtarefni: http://www.risingafrica.org/blog/the-world-does-not-aid-africa-africa-aids-the-world/

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur