Mánudagur 12.09.2016 - 19:23 - FB ummæli ()

Steinmundur og fjármálavaldið

Formaður Framsóknarflokksins er með sérkennilegar fullyrðingar um hetjudáðir sínar gagnvart blóðsugum Íslands, kröfuhöfum, vogunarsjóðum og allan afganginn af fjármálavaldinu. Hann lagði allann pakkann að velli, punktur. Sérkennileg fullyrðing því ef öðrum aðferðum hefði verið beitt hefði gróði okkar sennilega orðið nokkrum hundruðum milljörðum meiri-eins og menn státuðu af í upphafi atlögunnar að fjármálavaldinu.

Í dag kemur út skýrsla sem segir okkur að fyrrverandi fjármálaráðherra Steingrímur J Sigfússon hafi kiknað í hnjáliðunum og gefið eftir gagnvart fjármálavaldinu líka. Auk þess kastaði hann skuldugum samlöndum sínum á bál skuldauppgjöra með forsendum markaðarins.

Ráðherrar vinna á bak við tjöldin, fyrir luktum dyrum. Eftir dúk og disk fær almenningur skýrslur og jafnvel er þá enn vissum hlutum haldið leyndum.

Ef almenningur hefði upplýsingar í rauntíma myndu menn ekki semja svona af sér. Er ekki betra að kalla almenning að borðinu og fá styrk frá honum. Þá þurfa þeir ekki að standa í þessu einir. Hvernig væri að viðurkenna að ráðherrar eru ekki hæfir til að standa einir og berjast við fjármálavaldið á bak við luktar dyr. Hvernig væri að innleiða gagnsæi með stórum staf. Hvernig væri að innleiða beint lýðræði með stórum staf. Hvernig væri að láta fjármálavaldið horfast í augu við alla kosningabæra menn og konur á Íslandi. Vitandi að valdið er fólksins.

Að almmenningur eigi ekki fullan rétt á aðkomu að samningunum er kjaftæði, það er almenningur sem borgar brúsann. Eina ástæðan fyrir því að almenningi er haldið fyrir utan er að við erum ósigrandi þegar við stöndum saman og verjum hagsmuni okkar.

Beint lýðræði + gagnsæi, takk fyrir-STRAX.

 

xdogun.is 

 

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur