Þriðjudagur 26.09.2017 - 21:15 - FB ummæli ()

Raddir fólksins

Hörður Torfa er kominn af stað aftur og er það vel. Hann hélt fyrsta fundinn núna á laugardaginn á Austurvelli. Hittingurinn var á við besta ættarmót, flestir þekktust frá fyrri tíð. Margir búnir að mæta frá haustdögum 2008 og enn að reyna að koma á réttlæti. Baráttan heldur áfram.

Einn draumur sem fæddist í Búsáhaldarbyltingunni var að stofna þverpólitískan flokk sem færi inná þing og breytti því nauðsynlegasta. Tveir slíkir flokkar hafa verið stofnaðir eftir hrun, Borgarahreyfingin og Dögun. Þrátt fyrir áralanga baráttu endurhljómuðu kröfur Búsáhaldarbyltingarinnar á laugardaginn úr munni Harðar. Það bendir til þess að árangurinn sé ekki mikill. Við í Dögun höfum þó reynt að bera þennann kyndil Búsáhaldabyltingarinnar sem endurspeglast í þeim kröfum sem Hörður taldi upp. Vinstri-græn, Samfó, Sjálfstæðisfl og Framsókn hafa öll stjórnað frá hruni en enn erum við langt frá markmiðunum. Hvað er það sem við viljum? Sjá xdogun.is/kjarnastefna/

Afnema völd bankakerfisins yfir lífi okkar.

Afnema fátækt.

Allir hafi þak yfir höfuðið á sanngjörnu verði.

Nýja Stjórnarskrá.

Þjóðin fái arðinn af auðlindunum sínum.

Stokka upp kvótakerfið.

Afnema spillingu.

Þetta er ekki flókið og sjálfsagt eru flestir Íslendingar sammála þessu en þrátt fyrir það erum við nánast í sömu sporum og þegar Búsáhaldarbyltingin hófst. Það er því augljóst að ”flestir Íslendingar” hafa ekki setið við völdin síðan þá. Þeir sem stjórnað hafa landinu er minnihluti Íslendinga og hafa mikla hagsmuni svo að kröfur Búsáhaldarbyltingarinnar nái ekki fram. Aftur á móti þegar ”flestir Íslendingar” hafa áttað sig á þessu og að þeir hafa verið hlunnfarnir af minnihlutanum þá verður kannski raunveruleg breyting. Góð byrjun væri að hætta að kjósa stjórnmálaflokka þessara ”fáu Íslendinga” sem hafa ráðið hér för í áratugi.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur