Laugardagur 21.10.2017 - 00:00 - FB ummæli ()

Að skila auðu

Almenningur vill vita sem mest. Almenningur vill til dæmis vita allt um fjármál Bjarna Ben eins og Stundin hefur verið að upplýsa okkur um. Þegar yfirstéttin lokar svo á það upplýsingaflæði nennir almenningur ekki að standa upp úr sófanum til að mótmæla og skiptir bara um rás.

Nei almenningur hefur alls ekki fundið vitjunartíma sinn enn í pólitísku tilliti. Áratuga áróður um að það sé púkó að mótmæla og krefjast réttar síns hefur haft áhrif. Hugtakið stétt er framandi almenningi í dag. Sennilega gerist lítið í huga almennings þegar talað er um yfirstéttina því almenningur gerir sér ekki fyllilega grein fyrir því að hann er lágstétt. Margir samsama sig með hástéttinni án þess að fatta það að þeim hefur aldrei verið boðið inn í Versalahöll.

Enginn núverandi þingflokka hafa gengið erinda lágstéttarinnar af hörku og ósérhlífni. Líkurnar eru litlar að það breytist í bráð. Þeir þingflokkar sem segjast vilja gera það hafa alltaf tekið meira tillit til yfirstéttarinnar, annars væri hlutskipti almennings annað.

Ef allir 63 þingmenn á Íslandi gengju erinda almennings þá væri engin fátækt, ekki húsnæðisskortur, enginn skortur í heibrigðiskerfinu, félagskerfinu, skólakerfinu og svo framvegis.

Á meðan við sitjum föst í sófanum mun fátækt vera til áfram á Íslandi, einu ríkasta landi veraldar. Komandi kosningar munu bara staðfesta það. Þar með hefur almenningur skilað auðu.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur