Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 21.10 2017 - 00:00

Að skila auðu

Almenningur vill vita sem mest. Almenningur vill til dæmis vita allt um fjármál Bjarna Ben eins og Stundin hefur verið að upplýsa okkur um. Þegar yfirstéttin lokar svo á það upplýsingaflæði nennir almenningur ekki að standa upp úr sófanum til að mótmæla og skiptir bara um rás. Nei almenningur hefur alls ekki fundið vitjunartíma sinn […]

Föstudagur 13.10 2017 - 22:47

Að verða afi

Þá er ég orðinn afi. Upplifunin er stórkostleg og hamingjuóskunum rignir yfir mann. Á facebook hverfur allur pólitískur eða annar ágrenningur og allir óska manni til hamingju. Sakleysi nýfædds barns ræður umræðunni. Það vitnar um að við erum öll í raun vinir þegar við speglum okkur í því sakleysi sem hið nýfædda barn býr yfir. […]

Þriðjudagur 26.09 2017 - 21:15

Raddir fólksins

Hörður Torfa er kominn af stað aftur og er það vel. Hann hélt fyrsta fundinn núna á laugardaginn á Austurvelli. Hittingurinn var á við besta ættarmót, flestir þekktust frá fyrri tíð. Margir búnir að mæta frá haustdögum 2008 og enn að reyna að koma á réttlæti. Baráttan heldur áfram. Einn draumur sem fæddist í Búsáhaldarbyltingunni […]

Föstudagur 22.09 2017 - 23:06

Ný Stjórnarskrá eða hvað

Bjarni Ben hefur sett stjórnarskrámálið á dagskrá í upphafi kosningabaráttunar. Hann leggur til 12 ára áætlun. Flestir telja að það sé pólitískur leikur. Hann gefur í skyn áhuga á breytingum en ætlar í raun að drepa málið í nefnd eins og hingað til. Helsti drifkraftur hans eru hagsmunir kvótagreifanna sem vilja festa sjávarauðlindina sem sína […]

Laugardagur 08.07 2017 - 22:15

G20 og Yanis Varoufakis

Núna er G20 fundurinn í Hamborg þar sem þjónar fjármálavaldsins koma saman og koma því í verk sem fjármálavaldið vill. Kjörnir þjóðhöfðingjar eru þrælar fjármálavaldsins. Það ætti að vera augljóst öllum að bankakerfið hefur notið sérkjara en allir aðrir hafa þurft að taka á sig miklar skerðingar á lífskjörum í kjölfar bankakreppunnar 2008. Yanis Varoufakis […]

Fimmtudagur 16.02 2017 - 22:02

Silfur hafsins

Það var eins og ljóstýra hefði kveiknað í kollinum á Íslendingum haustið 2008, héldum við. Í hverri eldræðunni af fætur annarri haustið 2008 var það fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn væri upphaf og endir á óhamingju Íslendinga. Eini sýnilegi árangurinn af búsáhaldarbyltingunni í dag er að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar sem fyrr. Vinstri stjórnin brást ekki auðvaldinu enda hafði […]

Mánudagur 24.10 2016 - 20:49

Samfélagsbanki-norður Dakóta bankinn

Í Norður Dakóta í Bandaríkjunum er starfræktur samfélagasbanki. Hann er eigu Norður Dakóta fylkis og lang flestir íbúar fylkisins eru mjög ánægðir með bankann. Saga hans er mjög merkileg en hann var stofnaður árið 1919 af bændum. Á þessum árum voru uppskerubrestir og einkabankarnir settu bændur miskunnarlaust í gjaldþrot. Þá sameinuðust bændurnir og stofnuðu stjórnmálaflokk […]

Laugardagur 22.10 2016 - 00:29

Bankar gegn okkur

Finnst þessi frásögn svo athyglisverð að ég ákvað að deila þessu hér.   Eins og sum ykkar vitið höfum við Haffi, Hafþór Ólafsson staðið í baráttu við bankana frá hruni. Fæst ykkar vitið þó hversu hörð og óvægin þessi barátta hefur verið, hversu tæpt hún hefur oft staðið og hversu nálægt því við höfum oft […]

Sunnudagur 25.09 2016 - 10:36

Bjarni-borgum gróðann með bros á vör…

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða og þess vegna líka almannaþjónustu. Bankakerfið ætti í raun að vera almannaþjónusta því við getum ekki valið að nota það ekki. Einakrekið er gott og blessað á mörgum sviðum en annað gildir í almannaþjónustu. Ástæðan er hagnaðurinn sem er tekinn út úr starfseminni. Skattgreiðendur fá ekki neina þjónustu fyrir þennan hagnað þrátt […]

Mánudagur 12.09 2016 - 19:23

Steinmundur og fjármálavaldið

Formaður Framsóknarflokksins er með sérkennilegar fullyrðingar um hetjudáðir sínar gagnvart blóðsugum Íslands, kröfuhöfum, vogunarsjóðum og allan afganginn af fjármálavaldinu. Hann lagði allann pakkann að velli, punktur. Sérkennileg fullyrðing því ef öðrum aðferðum hefði verið beitt hefði gróði okkar sennilega orðið nokkrum hundruðum milljörðum meiri-eins og menn státuðu af í upphafi atlögunnar að fjármálavaldinu. Í dag […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur