Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 10.09 2016 - 21:37

Don Quixote Syndrome

Samkvæmt ræðu formanns framsóknarflokksins þá barðist hann við fjármálavaldið og það meira að segja var þá í sinni verstu birtingamynd. Hann hafði betur og er hann því alheiminum því fordæmi til eftirbreitni. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar […]

Föstudagur 02.09 2016 - 21:40

Bónusar, græðgi og bankar

Þessi þrjú orð virðast oft fara saman og er það miður því bankar eru nauðsynlegar stofnanir. Eigendur einkabanka í dag eru haldnir sjúklegri þörf fyrir að græða og veita því starfsmönnum sem uppfylla þarfir þeirra duglega bónusa. Stefna eiganda var öllu hógværari áður fyrr og meira horft fram á veginn. Í dag er gróðafíknin svo […]

Föstudagur 26.08 2016 - 23:34

Draumurinn um réttláta framtíð

Núna stefnir í kosningar í lok október. Stjórnmálasamtökin Dögun ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum. Stefna okkar er að skapa réttlæti til framtíðar. Við teljum okkur hafa lausnir sem munu virka ef við fáum aðstöðu til að koma þeim í framkvæmd. Eitt mikilvægasta atriðið er að koma böndum á bankana og fjárfesta sem moka […]

Föstudagur 19.08 2016 - 20:52

Styður Alþingi skattaskjól

Nokkrir Íslendingar, m.a. fyrrverandi Forsætisráðherra Íslands Sigmundur eiga aflandsreikninga eða félög í skattaskjólum. Markmið þeirra sem stofna slíkan reikning/fyrirtæki með aðstoð sérfræðinga í skattaundanskotum er að fela eignir og minnka skatttgreiðslur. Það kemur glöggt fram í Panama skjölunum. Afleiðingar skattaundanskota eru gríðalegar og þá sérstaklega fyrir fátæku löndin. Samkvæmt nýrri skýrslu þá er Afríka arðrænd […]

Fimmtudagur 11.08 2016 - 14:41

Auðveld leið til leiðréttingar á röngu fiskverði

Það þarf ekki stórkostlega fyrirhöfn til að breyta fyrirkomulagi sjávarútvegsmála til hins betra. Í raun mjög einfalt. Það eru til tvö verð á fiski í dag. Venjulegt markaðsverð sem ræðst af framboði og eftirspurn. Hitt verðið er ákveðið í “Kreml” og kallast landsambandsverð. Það verð er lægra en markaðsverðið.  Lága verðið nota þeir sem eiga […]

Þriðjudagur 09.08 2016 - 16:19

Íslensk okurlánastarfsemi

Það er öllum hollt að lesa þessa grein í Fréttatímanum um mismunandi lánakjör á Íslandi og Svíþjóð. Í Svíþjóð verður 7 milljón ISK lán að 8.3 milljónum þegar það er að fullu greitt. Á Íslandi verður sama lán að 18 milljónum þegar upp er staðið. Þegar verðbólgan gaus upp á tíunda áratugnum í Svíþjóð þá […]

Föstudagur 05.08 2016 - 22:29

Megrunaraðgerðir og einkasjúkrahús

Það hefur verið nokkur umræða um megrunarskurðaðgerðir sem framkvæma á í Klínikinni í Ármúlanum í Reyjavík. Ekki veit ég nákvæmalega hvernig þeim málum er háttað í raun en af lestri félagsmiðla þá má skynja gagnrýni almennings. Vantrúin á gagnsemi nýs sjúkrahúss fyrir útlendinga er ekki minni. Mörgum finnst  ekki rétt að einhver græði á veikindum. […]

Sunnudagur 17.07 2016 - 08:55

JFK og stríð gegn hinu og þessu

Var að lesa merkilega bók, JFK and the unspeakable. Þar er sagt frá John F. Kennedy og hverjir drápu hann og hvers vegna. Niðurstaða höfundarins James W. Douglass er að JFK hafi viljað frið í heiminum en það hafi verið öfl sem vildu stríð og sáu sér hag í stríðsrekstri. Þessi öfl drápu þess vegna […]

Mánudagur 27.06 2016 - 02:15

Brexit-Attac og annars konar Evrópa

Ályktun Attac-samtakanna í Evrópu um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Þýðing: Íslandsdeild Attac. Ákvörðun Bretlands um að yfirgefa Evrópusambandið verður að leiða til stefnubreytingar hjá leiðtogum Evrópu. Almenningur hefur fengið nóg af því að vera stýrt ólýðræðislegum stofnunum sem stjórna með hagsmuni stórfyrirtækja að leiðarljósi. Við erum þreytt á að lífi okkar sé stýrt af fjármálamörkuðunum. […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 21:21

Hlutverk fjölmiðla

Á föstudagskvöldið  kemur verður lokaumræðuþáttur á RUV með forsetaframbjóðendum. RUV hefur tekið þá pólitísku ákvörðun að skipta forsetaframbjóðendum í tvo hópa. Fyrst verður rætt við þá sem skora hátt í skoðanakönnunum og síðan við þá sem hafa skorað minna. Þar með hefur RUV ákveðið að skapa forgangsröð. Í leiðinni brjóta starfsmenn sennilega lög en fyrst […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur