Færslur fyrir maí, 2013

Miðvikudagur 15.05 2013 - 09:02

XB – Vissu þeir betur?

Í frétt á vísir.is undir fyrirsögninni „Þeir vissu betur,” segir Sigmundur Davíð „fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt blekkingum þegar kom að fjárhagsstöðu ríkisins“. Blaðamaður spyr: „Hvað ertu að tala um háar upphæðir?“ Sigmundur Davíð svarar: „Það fer eftir því að hvað maður tekur margt í reikninginn en þegar allt er talið þá nemur þetta tugum milljarða.“ Hvernig […]

Föstudagur 10.05 2013 - 21:50

Örlagaríkir tímar fara í hönd

Ólafur Arnarson skrifar (Tímarím, 10. maí): TARP leið [Hægri Grænna] hefur þá kosti að hún kostar skattgreiðendur ekki krónu og þar sem lánin eru keypt út úr bankakerfinu á fullu verði er ekki gengið á eignarrétt nokkurs manns. Hvort tveggja ætti að hugnast sjálfstæðismönnum. Að auki er hægt að hrinda henni í framkvæmd hratt og […]

Miðvikudagur 08.05 2013 - 00:36

Endemis rugl Framsóknar

Í Financial Times 2. maí segir að erlendir kröfuhafar þrotabúa Glitnis og Kaupþings séu staðráðnir í að gefa ekkert eftir af 400 milljarða krónueignum sínum. En íslenzk stjórnvöld eru ákveðin að heimta allt að 75% eftirgjöf. Þar í felst meint „svigrúm“ til leiðréttingar á skuldabyrði heimilanna. Ísland getur ekki innnleyst 400 milljarða krónueignir kröfuhafa í […]

Sunnudagur 05.05 2013 - 22:35

Krónueignir kröfuhafa – Glópagull

1. Í dag hefðu allar aðstæður þjóðarbúsins verið ólíkt betri [ef peningastjórn hefði ekki verið glórulaus] – og þjóðargjaldþrot ekki í myndinni. (Gunnar Tómasson, Glórulaus peningastjórn, Fréttablaðið, 14. marz 2009.) 2. Steingrímur talaði um að strax í kjölfar hrunsins hafi margir velt því fyrir sér hvenær Ísland yrði gjaldþrota en að þær raddir væru þagnaðar. […]

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar