Sunnudagur 05.05.2013 - 22:35 - FB ummæli ()

Krónueignir kröfuhafa – Glópagull

1. Í dag hefðu allar aðstæður þjóðarbúsins verið ólíkt betri [ef peningastjórn hefði ekki verið glórulaus] – og þjóðargjaldþrot ekki í myndinni. (Gunnar Tómasson, Glórulaus peningastjórn, Fréttablaðið, 14. marz 2009.)

2. Steingrímur talaði um að strax í kjölfar hrunsins hafi margir velt því fyrir sér hvenær Ísland yrði gjaldþrota en að þær raddir væru þagnaðar. (DV, 22. febrúar 2013.)

3. Viðskiptaafgangur næstu ára mun ekki duga til að fjármagna samningsbundnar afborganir erlendra lána. (Viðsk.blaðið, 30. apríl 2013.)

Með öðrum orðum, þjóðargjaldþrot er í myndinni.

4. Loforð um að krónueignir kröfuhafa verði notaðir í hundruð milljarða skuldaleiðréttingar veikja samningsstöðu Íslands […]  Þetta kom fram í umræðum forystumanna flokkanna í Sjónvarpinu í gærkvöld. […] Framsóknarmenn hafa talað fyrir því að krónueignir erlendra aðila verði nýttar til að leiðrétta skuldir heimilanna. (Smugan, 10. apríl 2013.)

5. Raunvirði ráðstöfunarfjár ríkissjóðs eykst ekki við eftirgjöf erlendra aðila á óvirkum krónueignum sínum. (Peningahagfræði 101.)

Með öðrum orðum, glórulaus peningastjórn er í myndinni.

6. Sigmundur Davíð [sagði að] sjálfstæðismenn hefðu fallist á að ræða málin á grundvelli þeirra tillagna sem framsóknarmenn hefðu lagt fram. (Mbl.is, 5. maí 2013.)

7. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að erfitt verði að ná saman um neitt í viðræðum við Framsóknarflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. (RÚV, 5. maí, 2013.)

Með öðrum orðum, glórulaus ríkisstjórn XB og XD er í myndinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar