Föstudagur 10.05.2013 - 21:50 - FB ummæli ()

Örlagaríkir tímar fara í hönd

Ólafur Arnarson skrifar (Tímarím, 10. maí):

TARP leið [Hægri Grænna] hefur þá kosti að hún kostar skattgreiðendur ekki krónu og þar sem lánin eru keypt út úr bankakerfinu á fullu verði er ekki gengið á eignarrétt nokkurs manns. Hvort tveggja ætti að hugnast sjálfstæðismönnum. Að auki er hægt að hrinda henni í framkvæmd hratt og þannig standa við þetta stóra kosningaloforð Framsóknarflokksins strax í upphafi kjörtímabilsins. Þessu til viðbótar hreinsar TARP leiðin verðtrygginguna út úr íslensku lánaumhverfi í einu vetfangi og leggur þannig góðan grunn að afnámi verðtryggingar á lán til neytenda.

Úr Stefnuskrá Hægri Grænna:

Hægri grænir, flokkur fólksins hefur skoðað hugmyndir um nýtt peningamarkaðskerfi [þ.e. svonefnt heildarforðakerfi] og flokkurinn telur það nauðsynlegt að taka það upp við innleiðingu Kynslóðasáttarinnar sem er leiðrétting á verðtryggðum skuldum heimilanna frá 1. nóvember 2007.

Umsögn:

1.  Leið XG að markmiði XB byggir á yfirtöku seðlabankans á 1.200 milljörðum af verðtryggðum húsnæðislánum.

2.  Ný deild Seðlabanka Íslands myndi greiða lánveitendum höfuðstól þeirra með láni frá seðlabankanum.

3.  Lánið væri fjármagnað með seðlaprentun og myndi bera 0,01% ársvexti.

4.  Höfuðstóll alllra lána væri síðan lækkaður um 45% og umbreytt í óverðtryggð lán á 7,65% ársvöxtum.

5.  Jákvæður vaxtamunur sjóðs seðlabankans væri því 7,64%.

6.  Eftir 9 ár myndi vaxtamunurinn jafngilda höfuðstólslækkun lánanna.

7.  Ef ekki kæmi annað til, myndi peningamagn í umferð aukast um 1.200 milljarða.

8.  Og leiða til óðaverðbólgu.

9.  Því taldi XG nauðsynlegt að 1.200 milljarða eign lánveitenda væri fryst í Seðlabanka Íslands.

10. Slík sértæk peningaaðgerð krefst hins vegar ekki upptöku nýs peningamarkaðskerfis.

***

Efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði Íslands er að renna þjóðinni úr greipum.

Og íslenzk stjórnmálastétt veit ekki sitt rjúkandi ráð.

Örlagaríkir tímar fara í hönd.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar